Hugur - 01.06.2008, Síða 153

Hugur - 01.06.2008, Síða 153
Valsað um valdið 151 þessari spurningu á annan hátt en þennan: ef marka má Hegel og Lacan, og ýmsa aðra að auki, þá getur vel verið að æxlunin sé náttúruleg - en jafnframt er deginum ljósara að ekkert er mannlegra en að flækja kynhvötina, þessa blindu frumhvöt sem við eigum sameiginlega með dýrunum, leiða af henni margbrotnar og marg- víslegar langanir og iðkanir sem fela einmitt í sér meðvitund um — og bregða á leik með - „dýrsleikann" og „bjálfaháttinn" í hinum „endurteknu tilþriíum" „nátt- úrulegra" kynh'fsathafna.35 Með öðrum orðum: (dýra)tegundin sem við köllum homo sapiens viðheldur sér ekki mótþróa- eða hugsunarlaust í hinum mannlega einstaklingi - og það sem gerir einstaklinginn að mannlegum einstaklingi eða sjálfsveru er einmittpessi mótprói. Viðspyrnan gegn hinni blindu kynhneigð er semsé það sem einkennir manninn sem tegund - vitundin um tegundareðlið, afheitunin á þeirri meintu bláberu staðreynd að einstaklingurinn sé ekkert annað og meira en hlekkur í kynslóðakeðjunni, ekkert annað en tímabundið burðardýr þess „ódauða h'fs“ sem varðveitist í tegundinni - og Freud nefndi dauðahvötina?b Þetta verður að vera alveg á hreinu: dauðahvötin býr í okkur, en hún er ekki fortakslaust „dauðinn í okkur“, einhvers konar hönd dauðans sem tælir okkur sífellt til sín, heldur er hún einmitt Lífið sjálft með stóru L-i, Lífið sem varð til í polli í árdaga, hefur lifað lengur en allar dýrategundir og mun halda áfram eftir okkar dag. Lífið sem lifir af þótt einstaklingar farist og tegundir týnist - Lifið sem lifir okkur. Hefðbundið æxlunarmiðað kynlíf þjónarpessu Lífi, fyrst og fremst. Eitt að lokum: Lacan heldur því margítrekað fram í verkum sínum að „það sé ekki til neitt kynferðislegt samband", eða, með öðrum orðum, réttnefnt, hreint, fúllkomið kynferðislegt samband tveggja einstaklinga, sem væri hið eina sanna Samband með stóru essi, er ekki til.37 Hvers vegna ekki? Vegna þess að við erum öh ein og stök, og langanir okkar eru ætíð blandaðar löngunum annarra. Þetta getur virst dapurleg hugmynd. Eða hvað? Felur hún ekki líka í sér ákveðna frels- un? I henni býr, til dæmis, sú staðreynd að við verðum öll, hvert og eitt eða raunar oftast tvö og tvö, að finna kynferðissambandið upp. Við verðum að búa til okkar eigið tilbrigði, okkar eigið einstaka tilbrigði af sambandinu. Því að hin algilda forskrift er ekki til, tæknin (sem lífvaldið innprentar okkur) dugar skammt þegar á hólminn er komið. Þannig opnar Lacan dyrnar, þrátt fyrir allt, fyrir mögu- leikanum á því að vera trúr eigin þrá, á einhvern mótsagnakenndan hátt, einmitt vegna þess að þessi þrá er einstök. A þennan hátt getum við ef til vill valsað í kringum valdið og ruglað það eihtið í ríminu - verið hinsegin andspænis valdinu þegar það leitast við að steypa okkur öll í sama mót. 35 Hér má skjóta inn litlu dæmi um það sem kalla má afliyggingu Nietzsches á náttúrunni í Hand- an góðs og illsr. „Þið viljið lifa „samkvæmt náttúrunni"? O, þið göfiigu stóumenn, hvílík sviksemi orðanna! Hugsið ykkur veru eins og náttúruna sem sólundar takmarkalaust og af fúllkomnu kæru- leysi, tilgangslaus og tillitslaus, án miskunnar og réttlætis, frjósöm, geld og óviss í senn. Hugsið ykkur skeytingarleysið sjálft sem vald - hvernig gætuð þið lifað samkvæmt þessu skeytingarleysi? Að lifa - er það ekki einmitt að vilja vera annað en þessi náttúra?“ (Friedricli Nietzsche, Handan góðs og i//s, Þröstur Ásmundsson og Arthúr Björgvin Bollason þýddu (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1994), s. 90). 36 Sjá Freud, „Handan vellíðunarlögmálsins". 37 Sbr. t.d. Éizek, Óraplágan, s. 52-53,173-174,193—195,341-342.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.