Hugur - 01.06.2008, Side 161

Hugur - 01.06.2008, Side 161
SkrifaðJyrir bókahilluna? 159 að segja fyrst að það sé augjóst við fyrstu sýn að rithöfundurinn skrifi fyrir hinn almenna lesanda. En síðan kemur í ljós að rithöfundurinn er bundinn aðstæðum, hann skrifar fyrir tiltekna lesendur á tilteknum tíma. Leiðin sem Sartre fer til að greina hinn áþreifanlega veruleika er sú að h'ta á aðra eiginleika textans en tilvísunina, sem var grundvöllurinn að því að halda því fram að textinn tengdist umfram allt veruleikanum. Nú eru það allar hliðar- og aukamerkingarnar sem koma í ljós, öll hin þögula þekking sem ákveðinn hópur hefur sameiginlega, en aðrir hópar ráða ekki við. Lesendahópurinn takmarkar þá sem rithöfundurinn getur skrifað fyrir. Til að brjótast út úr þessu má segja, í stuttu máli, að Sartre sjái fyrir sér stéttlaust þjóðfélag sem eins konar endanlega útópíu fyrir bókmenntir (123). Hér sjáum við að spurningin fer að snúast um sambandið milli veruleika einstaldingsins og hins sögulega veruleika, sem birtist síðar hjá Sartre í tihaun hans til að fella saman tilvistarstefnu og marxisma. Það virðist ekki hvarfla að honum annað en að rithöfundar geti haft og eigi að hafa áhrif á þróun þjóðfélags- ins með því að skrifa skáldsögur. Það er h'ka gefið hjá honum að markmiðið sé einhvers konar veraldleg frelsun einstaklings og þjóðfélags. Að þessu leyti verður ekki annað séð en að Sartre sé skilgetið afkvæmi upplýsingarinnar. Því hefur verið haldið fram að pófitísk og siðferðileg gildi og hugðarefni Sartres tengist í hugmyndinni um afstöðubókmenntir.9 10 Þetta er að vissu leyti rétt. Við þetta mætti þó gera þá athugasemd að bókmenntir séu ekki pólitískar í eðli sínu, heldur siðferðilegar og snúist um grunngildi, þær séu ekki pólitískar nema þá sem afleiðing siðferðisgildanna, sem krafa um að hin siðferðilegu grunngildi séu virt - rithöfundurinn getur ekki fórnað þeim í þágu einhverrar stjórnmálastefnu án þess að lenda í mótsögn við bókmenntirnar og sjálfan sig (sem rithöfund með lesendur sem skapa verkið h'ka). Spurningin er þá sú hvort Sartre lendi í mótsögn við sjálfan sig þegar hann reynir að sameina kröfuna um frelsi rithöfundarins og kröfuna um að rithöfimdar leggi sitt af mörkum til tiltekinna breytinga á þjóðfélaginu. Gerir hann ef til vill ekki nægilega skýran greinarmun á siðferðilegri og pólitískri afstöðu? Heimspeki Sartres er að innblæstri til siðferðileg, ekki pólitísk, hún er einstaldingsmiðuð, ekki fjöldamiðuð. Enda þreifst Sartre ekki meðal kommúnista, þeir urðu meðal hans helstu andstæðinga og átti hann ófá rifrildin við þá.‘° Hann gat engan veg- inn fellt sig við sósíalreahsmann og innrás Sovétmanna í Ungverjaland 1956 olli því að hann tók eindregna afstöðu gegn kommúnisma. En samt var hann að einhverju leyti hliðhollur slíkum stjórnmálahreyfingum, enda gerði hann skarpan greinarmun á marxisma og kommúnisma; kannski var það hin útópíska sýn sem blindaði hann í þessum efnum, enda virðist hann fremur hafa verið óraunsær hugsjónamaður í pólitískri hugsun. Raunsæismaður var að hans dómi maður sem er tilbúinn til að ganga á grundvallarverðmæti mannfélagsins. Samt sem áður eru hafðar eftir honum einkennilegar setningar um þjóðskipulag Ráðstjórnarríkj- 9 Thomas Flynn, ,Jean-Paul Sartre". 10 Sjá t.d eftirmála Arlette Elkaim-Sartre, „.Fyrirlestur Sartres í sögulegu samhengi", Björn Þor- steinsson þýddi, í Jean-Paul Sartre, Tihistarstefnan er mannhyggja, Páll Skúlason þýddi, Reykja- vík, 2007, bís. 119-128.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.