Hugur - 01.06.2008, Síða 163
Skrifaðfyrir bókahilluna?
161
skrifar kemur fram í því sem hann segir um bókahilluna. Bókahillan breytist
með tímanum. A þeim tíma sem Sartre skrifaði Hvað eru bókmenntir? voru til-
teknar bækur í bókahillunni; en síðar leit bókahillan allt öðruvísi út, þar voru
allt aðrar bækur. Þannig verður bókahillan að tákni fyrir hugmyndastraumana í
menningarlífinu hvcrju sinni. Sartre taldi að rithöfundurinn skrifaði fyrir sam-
tímann og þegar talað er um virka þátttöku í málefnum samtímans sjáum við
kannski fyrir okkur veruleika götunnar, útifundi, mótmælagöngur, aðgerðir. En
mynd Calvinos af bókahillunni er kannski nærtækari. Lesandinn les ekki bækur
meðan hann stendur í pólitískum uppþotum. Hann les bækurnar frekar heima
hjá sér, tekur þær úr hillunni, þar sem þær eru meðal annarra bóka, les þær og
lætur þær þangað aftur. Hinar bækurnar geta verið af allt öðru tagi. Það geta verið
fræðibækur, vísindabækur, afþreyingarbókmenntir, reyfarar. Lesandinn les bókina
og rithöfimdurinn skrifar hana líka til að miðla skibiingi á veruleikanum. Það
þarf ekki að vera skilningur á pólítískum veruleika. Það getur vel verið eitthvað
allt annað. Aðalatriðið er að bókmenntir miðla þölbreytilegri sýn á heiminn og
gera mögulega ákveðna tegund þekkingarleitar, eru eins konar opið alfræðirit sem
getur tengt hina mismunandi þætti veruleikans saman. Bókmenntirnar stuðla
þannig að þekkingu á heiminum; þeim er ekki ædað að vera athafnir sem breyta
honum, enda þótt þær geti vissulega breytt skilningi lesandans á heiminum.14
Abstract
Writing for a Hypothetical Bookshelf
Sartre’s idea of the freedom of the author served as a basis for his claim that writ-
ers ought to take a political stance in their writings. It has thus been maintained
that political and moral values come together in the idea of littérature engagé. But
in Sartre’s analysis, hterature is not pohtical in nature but moral, and deals with
basic moral values; it is only political as a consequence of its moral nature, as a de-
mand for respect of moral values.Therefore, a writer cannot sacrifice moral values
by joining an ideological pofitical movement without contradicting himself as an
author.The question is whether Sartre contradicts himself when he tries to bring
together the demand for the freedom of the author and the demand that authors
engage themselves politically in the struggle for a specific change of society. Does
his demand involve an attempt to limit freedom? Is it not the case that Sartre
fails to differentiate sufficiently between a moral and a political position, since,
it could be maintained, the political position is in effect a different choice from
the moral one? Perhaps one may conclude that Sartre opted for a defence of the
idea offreedom in the Communist states, but for everyday freedom in Western de-
mocracies, whereas Raymond Aron, for instance, opted for the opposite. Sartre’s
view can further be contrasted with Italo Calvino’s view of the role of literature:
14
Ritgerð þessi var upphaflega flutt sem erindi á Hugvísindaþingi 2005. Ég þakka Birni Þorsteins-
syni heimspekingi og ónafngreindum Iesara Hugar yfirlesmr og góðar ábendingar.