Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 25
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 25
Ásmundur Helgason segir að forvitnilegt sé að skoða hvaða áhrif heimsmeistara
keppnin í fótbolta hafi á markaðs
setningu fyrirtækja og vörumerkja,
bæði hér heima og á alþjóðlegum
vettvangi. „Nóg hefur verið sagt um
þátt sjónvarpsstöðvanna en það
eru fleiri fyrirtæki sem tengja sig
við keppnina. Þannig vonast þeir
sem selja sjónvarpstæki til að þessi
risavaxni viðburður muni auka sölu
sjónvarpstækja. Gasgrill, kjöt á
grillið, fótboltaskór og boltar og allt
þar á milli tengist þessum viðburði
með ýmsum hætti, hvort sem vöru
merkin eru opinberir styrktaraðilar
eða ekki.“
Ásmundur segir að sé litið til baka
sé nokkuð ljóst að aldrei áður hafi
HM í knattspyrnu verið markaðs
sett með viðlíka hætti og nú. „Þar
skipta styrktaraðilarnir, alþjóðlegu
risafyrirtækin, ekki síst máli. Coca
Cola er eitt af þessum fyrirtækjum
og fyrir þessa keppni var ákveðið
að nálgast markaðstengingu
Coca Cola við HM á annan hátt.
Markmiðið var að gera „global“
herferð sem einstök lönd gætu
samt sem áður heimfært upp á
sinn heima markað og þannig gert
HMherferð ina að „local“ herferð.
Niður staðan er sú að 175 lönd
stukku á vagninn samanborið við
100 lönd sem tóku upp herferð
Coca Cola fyrir síðustu Ólympíuleika.
Grunntáknmyndir herferðarinnar voru
unnar með því að skera út í rekavið
og spreyja á striga, brasilíski
götulistamaðurinn Speto kom við
sögu, Argentínumaðurinn Tet og
223.206 sjálfs myndir einstaklinga
hvaðanæva úr heiminum. Þessar
grunnmyndir tengja alla herferðina
saman en um leið getur hvert land
notað þá liti sem henta ásamt öðru
sem tengist inn á heimamarkaðinn.
Sá sem stýrði hugmyndavinnunni,
James Sommerville á Attikstofunni,
sagði: „Við gefum hverjum markaði
ákveðið sköpunarfrelsi en þó eru
allir að vinna með sama efniviðinn.
Þannig má segja að allir markaðir
fái sömu litabókina.“
Sama litabókin
áSMunDuR HELGASon
– markaðsfræð ingur hjá Dynamo
AUGLÝSINGAR
LoFtuR ÓLAFSSon
– sjóðstjóri hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum
ERLENDI
FORSTJÓRINN
Mælt í desíbelum er víst lítill munur á að standa við hliðina á kapp akst
ursbíl á fullum snúningi í Formúlu
1 og að standa í „róleg heitum“
nálægt hátalara á tónleikum hjá
Kiss. Einn af elstu hávaðaseggj
unum er Willi amsliðið, sem
Frank Williams stofnaði fyrir
mörgum áratug um. Og eplið
hefur ekki fallið langt frá eikinni
því að dóttir hans Claire Williams
er komin í lykilhlutverk hjá liðinu.
Hún var áður upplýsingafulltrúi
þess en á hennar könnu hafa
síðan bæst markaðsmál og nú
síðast aðstoðarframkvæmda
stjórn liðsins. Reyndar væri ekki
úr vegi að tala frekar um fyrir
tæki en lið. Williams fyrir tækið
er skráð í kauphöll og umsvifin
eru veruleg. Þeir sem ekkert
þekkja til (eins og ég) gætu
kannski haldið að starfsemin
snerist einkum um að kaupa
elds neyti á bílana og skipta
um dekk, ásamt því að gauka
einhverjum aksturs peningum að
bíl stjórunum. En fyrirtækið velti
yfir tuttugu milljörðum króna á
síðasta ári og er þó enginn risi í
bransanum. Þau sjónarmið hafa
heyrst að Claire hafi komið með
nýjan kraft í fyrirtækið. Hún segir
sjálf að hún hafi fengið tækifæri
til að setja meira mark á rekst
urinn og ráðast í nauðsynlegar
breyt ingar. Undir forystu Claire
gerði Williams stóran auglýsinga
sa m ning við Martini, sem verður
aðalstyrktaraðili liðsins.
Ef til vill dugar það til að koma
liðinu á fyrri stall þó að ekki tjaldi
Williamsliðið breska spæjar
anum sem aldrei hefur tapað
kappakstri sem ökumaður. Claire
segir að hún og faðir hennar hafi
eitt og sama markmið: Að koma
liðinu aftur í fremstu röð.“
Fjölskyldubíllinn