Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Qupperneq 115

Frjáls verslun - 01.04.2014, Qupperneq 115
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 115 í ástand þar sem meðvitundin blandast draumum, innsæi og óljósum minningum. Torr segir þetta reyndar einnig dæmigert fyrir þá sem haldnir eru geðklofa, þótt þeir skipti ekki eins auðveldlega á milli þessara ferla og aðrir. Mögu­ lega er þar komin skýringin á því hvers vegna listafólk með geðsjúkdóma þakkar þeim að einhverju leyti sköpunargáfuna. Heili afburða skapandi fólks er einfaldlega víraður til að detta beint inn í hina frumstæðu nálg­ un þegar það stendur frammi fyrir hugmyndafræðilegum áskorunum, á meðan við hin notum frekar áunna vitsmuna ­ lega hæfni og þekkingu við úrlausn viðfangsefna. Er hægt að stjórna þeim? Margt bendir til þess að hefð ­ bundnar stjórnunaraðferðir, sem algengt er að beita til að hvetja fólk og auka framleiðni þess, hafi þveröfug og hamlandi áhrif á skapandi einstaklinga. Að vissu leyti má líkja þessu við hinn frjálsa markað, en þróttur hans byggist jú einmitt á því að hann fer sínar eigin leiðir og hafnar öllum höftum. Allur sá fjöldi kerfa og ferla sem við notum til að stjórna hegðun starfsmanna hefur fælandi áhrif og er jafnvel yfirþyrmandi fyrir afburða skapandi einstaklinga, sem oft eiga erfitt með að falla inn í hefðbundið starfsumhverfi. Þó er nær öruggt að stjórnunar ­ fræðin eiga eftir að halda áfram að reyna að þróa aðferðir til að leysa skapandi hugsun úr læðingi. Að HALdA í STARFSMENN MEð SKöPuNAR GáFu Thomas Chamorro-Premuzic setur fram í fyrrnefndri grein sinni sjö lykilatriði við að laða að og halda í starfsmenn með afburða sköpunargáfu: 1. Spilltu þeim og leyfðu þeim að gera mistök: Öll nýsköpun sprettur úr óvissu, áhættu og tilrauna starfsemi – ef þú veist fyrir víst að eitthvað virkar er það ekki skap ­ andi nálgun. 2. Hafðu frekar leiðinlegt (e. semi-boring) fólk í kringum þau: Þú veitir þeim bestan stuðning með því að láta þau vinna með fólki sem er of hefðbundið til að ögra hugmyndum þeirra, en nógu óhefðbundið til að vilja vinna með þeim. Þessir vinnufélagar sjá um leiðinlegu smáatriðin og útfærslurnar. 3. Blandaðu þeim aðeins í þýðingarmikil verkefni: Afburða skapandi fólk hefur tilhneigingu til að sjá frekar stóru mynd ­ ina og á auðvelt með að skilja kjarnann frá hisminu. Það nennir ekki að vinna að verkefnum sem hafa litla þýðingu í heildarsamhenginu. 4. Ekki þrýsta á þau: Frelsi og sveigjanleiki styður sköpun. Öll regla, stífir ferlar og fyrirsjáanleiki er sem helsi fyrir skapandi einstaklinga. Spurðu ekki hvar þau eru, hvað þau eru að gera eða hvernig. 5. Ekki borga þeim of há laun: Því meira sem þú borgar fólki fyrir að gera það sem það elskar, því minna mun það elska það. Peningar eru ekki drifkraftur sköpunar, heldur sköpunin sjálf. 6. Komdu þeim á óvart: Sköpunargáfu fylgir forvitni og skapandi fólk vill hafa umhverfi sitt og aðstæður ófyrirsjáanlegar og breytingum háðar. 7. Láttu þau finna fyrir mikilvægi sínu: Öll viljum við vera mikilvæg og ef við veitum ekki sköpunargáfu verð ­ skuldaða athygli og eftirtekt munu þessir starfsmenn fara eitthvað annað þar sem þeim finnst þeir betur metnir. Hvatning, kúltúr og um - hverfi skiptir máli Chamorro­Premuzic fjallar í grein sinni einnig um innri hvatningu sem er drifkraftur sköpunargleðinnar og hvernig áhersla á ytri hvatningu getur dregið úr áhrifum þeirrar innri. Fleiri hafa haldið fram hinu sama, m.a. Teresa Amabile, prófessor við Harvard Business School, sem heldur því fram að vagga innri hvatningar felist í sjálfræði (e. autonomy), frelsi til að fara ótroðnar slóðir (e. non­ conformity) og ófyrirsjáanleika (e. indeterminacy). Sköpun er í eðli sínu ófyrirsjáanleg sem hlýtur að leiða okkur að þeirri niðurstöðu að fólk þarf að fá að nálgast viðfangsefni sín á óhefðbundinn hátt. Strúktúr og ferlar þurfa því að hvetja til skap andi nálgunar viðfangsefna og gera ráð fyrir ófyrirsjáan­ legum niðurstöðum, sem aðeins eru mældar í niðurstöðunni sjálfri en ekki því hvenær, hvar og hvernig unnið var að henni. Sjálfræði skapandi starfsmanna þýðir þannig að unnið er að verkefni þegar þeim hentar, þar sem þeim hentar og á þann hátt sem þeim hentar og árang­ urinn aðeins mældur í gæðum niðurstöðunnar. Góðar hugmyndir kvikna oft á ólíklegustu stundum og stöðum og fæstar þeirra í vinnunni. Margar rannsóknir sýna að hugur flestra er virkastur utan vinn unnar, hvort sem það er heima, við iðkun áhugamála, í sturt unni eða þegar við erum að mála bílskúrinn. Skapandi fólk kýs einnig oft að vinna eitt og í næði. Mögulega er opna vinnu ­ rýmið með öllu sínu áreiti það versta til að fóstra skapandi nálg un viðfangsefna. Þetta er þó ekki algilt og frumlegt dæmi um hvernig þessu hefur verið snúið við er á SCPF­auglýsinga ­ stofunni í Barcelona, þar sem allir hönnuðir eru lokaðir inni í sínu eigin opna rými sem er eins og heilagt musteri sköp­ unar – kallað Hugmyndahótelið. Eitt athyglisvert að lokum. Chamorro­Premuzic lýkur grein sinni á viðvörun til stjórnenda: Jafnvel þótt þér takist að stjórna þínu skapandi fólki ættir þú ekki að láta þau stjórna öðrum. Það eru til góðir stjórnendur og það eru til afburða skapandi einstaklingar. Eiginleikar þeirra eru frekar ólíkir. Hann tekur sem dæmi Steve Jobs, sem átti betri samskipti við græjur en fólk. Afburða skapandi einstaklingar eru oft ófélagslyndir, hvatvísir og of sjálfmiðaðir til að hafa nokkurn áhuga á að leiða aðra. Búum þeim einfaldlega það umhverfi og aðstæður sem þau þrífast best í og njótum svo uppskerunnar. Margt bendir til þess að hefðbundnar stjórn­ unaraðferðir, sem algengt er að beita til að hvetja fólk og auka framleiðni þess, hafi þveröfug og hamlandi áhrif á skapandi ein­ staklinga. Allur sá fjöldi kerfa og ferla sem við notum til að stjórna hegðun starfsmanna hefur fælandi áhrif og er jafnvel yfirþyrmandi fyrir afburða skapandi einstaklinga. Dr. Thomas Chamorro-Premuzic er prófes- sor í Business Psychology við University Col- lege í London. Rannsóknir hans eru aðallega á sviði Personality Profiling og Psychometric Testing. Gordon Torr er fyrrverandi Global Creative Director á alþjóðlegu auglýsingastofunni JWT. Hann starfar í dag sem ráðgjafi var- ðandi sköpun innan fyrirtækja, skrifar bækur og heldur námskeið og fyrirlestra um efnið. Dr. Teresa Amabile er prófessor við the Entrepreneurial Management Unit í Harvard Business School.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.