Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 24
Tímarit Máls og menningar
Hafið þið samvinnu við erlenda vísindamenn?
Já, við höfum mikla og vaxandi samvinnu við erlenda vísindamenn.
Nokkur hluti þeirrar samvinnu komst á á jarðeðlisfræðiárinu. Þannig höf-
um við frá upphafi haft nána samvinnu við segulmælingastöðina í Danmörku
og sendum þangað lj ósmyndafilmur af öllum segulmælingum okkar. Þær
sendum við einnig til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna sem veitir okkur
fjárstyrk fyrir.
Mikið er einnig um að einstakir vísindamenn fái send segullínurit frá
ákveðnum dögum.
Niðurstöður mælinga á geislavirkum efnum í lofti og úrkomu sendum við
til stofnana víðsvegar um jörðina.
Við framkvæmum jónosferumælingar fyrir National Bureau of Standards
og annan aðila til í Bandaríkjunum og í því sambandi njótum við einnig
f j árhagsaðstoðar.
Nokkrir erlendir vísindamenn hafa dvalið við Eðlisfræðistofnunina um
stundar sakir og eins hafa sérfræðingar stofnunarinnar heimsótt kollega sína
erlendis.
Hin nýja bygging Raunvísindastofnunar Háskólans er vel á veg komin.
Verður Eðlisfrœðistofnun Háskólans hluti aj henni?
Framvegis mun Eðlisfræðistofnunin starfa sem ein deild Raunvísindastofn-
unar Háskólans, en aðrar deildir verða þar fyrir stærðfræði, efnafræði og
jarðeðlisfræði. Vonir standa til að nýja byggingin verði tekin í notkun að
einhverju leyti á þessu ári.
Verður þessi stofnun undir yfirstjórn háskólans eða sjálfstœð? Og verður
hún að einhverju leyti kennslustofnun?
Raunvísindastofnunin verður háskólastofnun. Enn er ekki fyllilega frá því
gengið, hve föst tengslin verða við háskólann varðandi stjórn stofnunarinnar.
Starfsemi stofnunarinnar miðast eingöngu við rannsóknir. Það ber að skilja
svo að ekkert sérstakt kennsluhúsnæði er í byggingunni, hinsvegar leiðir af
sjálfu sér að starfsmenn stofnunarinnar munu kenna við háskólann og eins
munu stúdentar fá þjálfun sína í Raunvísindastofnuninni, ef háskólinn tekur
upp seinnihluta kennslu í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði eða jarðeðlis-
fræði.
14