Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 51
Uin útvalda komust að þeirri niðurstöðu, að kúlan væri geislavirk, auk þess sem hún sendi útvarpsbylgjur frá sér með áður óþekktri tíðni, sem þeim heppnaðist að mæla með aðstoð vísindamanna gegnum opið símasamband við Jodrell Bank. Þannig hófst nýja sköpunarsagan, eins og hún stendur skráð í skýrslum. Katrín vaknaði óróleg af deyfilyfjamóki. Um kvöldið hresstist hún og varð nægilega andlega styrk til að þola nærveru Sveins, sem flutti henni fréttirnar. Hamingjusöm ertu, væna mín, sem fyrst kvenna ólst geimfar. Katrín skildi ekki orð hans, hún heimtaði að barnið yrði lagt á brjóst, en var meinað að snerta við henni óvarin. Hún var þá klædd asbestsamfestingi, og Ijósmóðirin rétti henni kúluna með glertöng, en Sveinn og börnin röðuðu eldhússtólunum kringum rúmið, stóðu uppi á þeim og skoðuðu móður og barn gegnum grænar vínflöskur, sem þau héldu fyrir andlitinu til varnar augunum. Klukkan tvö um nóttina, þessa andvökunótt í lífi þjóðarinnar, rann geislavirknin af kúlunni. Hún varð viðráðanleg og ljósmóðirin tók hana með glertönginni og lagði í tómt sultuglas, sem hún lokaði með glæru bréfi og teygju. Næsta morgun bárust hvaðanæva tilboð vísindastofnana í kúluna. Erlend stórblöð sendu fréttaritara á vettvang. Jodrell Bank og Stj örnuathugunar- stöðin á Palomar-fj alli sendu heillaóskaskeyti. Ríkisstj órnin reyndi að gera kúluna að þjóðareign. En Katrín hélt fast við sitt. Kúlan er hold af mínu holdi, blóð af mínu blóði, sagði hún. Móðir hvorki selur nér afhendir öðrum afkvæmi sitt. En þegar við deyjum, þá getið þið bæði krufið mig og hana, þegar hlutverki okkar hér er lokið. Hún kallaði börn sín að rúmstokknum og sýndi þeim sofandi kúluna. Má nú koma við hana með fingrunum? spurðu börnin. Kúlan mókti og horfði á börnin hálf-opnu, grænu útvarpsauga. Það má aldrei snerta nýfædd börn, svaraði Katrín. Hún dottar, hún systir ykkar. Jafnskjótt og kúlan heyrði þessi viðurkenningarorð glaðvaknaði hún og sendi ærandi útvarpstruflanir um svefnherbergið, hoppaði á gaddafálmurum og lét öllum illum látum á krukkubotninum. Er hún svona kát? Hún ýmist orgar eða er gleið eins og þið. Á þriðja degi barst henni nýr Silver Kross barnavagn sem gjöf frá Alþingi. í vagninum óku börnin henni úti á malargötum þorpsins. Aðrir krakkar öf- unduðu þau af kúlunni, sem hoppaði fjarstýrð á koddanum og tók lífsorku frá sólinni. Og þau voru svo blíð og umhyggjusöm að iiiiiin var á að horfa. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.