Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 87
Iraland = Island? hlaut síðar nafnið Novyja Holmo- gory, en í dag nefnist hann Arkan- gelsk. Allt frá því á 9. öld voru Bj arm- ar við Gandvík í verzlunartengslum við Búlgarska ríkið á mótum Volgu og árinnar Kama. A þeim krossgöt- um var mikil verzlunarmiðstöð, og sóttu kaupmenn þaðan og þangað alt frá löndum Araba í suðri og Bjarma í norðri. Þaðan að sunnan kom Björmum gull og gersemar. Samfé- lagsskipan þeirra var allmerk. Þeir bjuggu í hverfum og höfðu með sér eins konar tryggingarfélög. Ef ein- hver þeirra varð fyrir skakkafalli af völdum ránsmanna eða öðrum slys- um, þá bættu sveitungar hans tjónið. Líkar tryggingareglur giltu hér á landi á þjóðveldisöld. Ottar hættir sér ekki inn í land Bjarma. Förin var einkum farin til þess að finna stöðvar rostungsins og afla rostungstannanna. Rostungar sjást ekki framar við strendur Finn- merkur, en voru þar tíðir gestir fram á 17. og jafnvel 18. öld. Þar eru m. a. örnefnin Rosmhvalavík á eyjunni Loppa (70° 20') og Rosmhvalur við Hammerfest (70° 40' n. br.). Rost- ungar voru að fornu flokkaðir með hvölum. Menn hafa velt því mjög fyr- ir sér, hvers konar hvalir það hafi verið, sem Öttar og félagar hans drápu 50 talsins á tveimur dögum. Sumir telja, að það hafi verið rost- ungar, en aðrir, að það hafi verið grindarhvalir eða jafnvel enn þá stærri skepnur. Elfráður konungur hefur auðsæilega ekki skilið muninn á rostungum og hvölum, en af því stafar miskilningurinn. Óttar gerir greinarmun á húðgóðum hvölum er verða ekki lengri en 7 álnir, þ. e. rostungum, og hvalfiskum, en af þeirra ættbálki hefur hvalatorfan verið, sem hann grandaði við sjötta mann. Eftir frásögn óttars festir Elfráð- ur konungur fyrstur manna á hækur nöfnin Norðvegur, Danmörk, Skír- ingssalur, Hálogaland og íraland. Síðasta nafnið hefur valdið mönnum heilabrotum. Óttar kveðst húa á Há- logalandi nyrzt Norðmanna. A leið- inni þaðan suður með landi segir hann, að íraland liggi í hafinu fyrst landa í vestur átt, þá koma eyjarnar norður af Bretlandi, en nyrzti hluti þess liggur vestur af suðurhluta Nor- egs. Líðandisnes liggur á 58. breidd- arbaug, en sá baugur sker Skotland sunnan við Katanes. Afstöðulýsing Óttars stenzt því fyllilega á þessum slóðum eins og annars staðar. í vest- ur frá Hálogalandi liggur ísland eitt landa, unz kemur að Grænlandi, þá koma Færeyjar, Hjaltland og Orkn- eyjar og loks Skotland. Nú er ekki vitað, hvenær Óttar sótti Elfráð kon- ung heim, en talið er sennilegt, að það hafi gerzt á árunum milli 880 og 890. Um þær mundir hafa þeir Ing- ólfur og félagar hans flulzt til ís- lands, en hin mikla för manna af 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.