Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 87
Iraland = Island?
hlaut síðar nafnið Novyja Holmo-
gory, en í dag nefnist hann Arkan-
gelsk. Allt frá því á 9. öld voru Bj arm-
ar við Gandvík í verzlunartengslum
við Búlgarska ríkið á mótum Volgu
og árinnar Kama. A þeim krossgöt-
um var mikil verzlunarmiðstöð, og
sóttu kaupmenn þaðan og þangað alt
frá löndum Araba í suðri og Bjarma
í norðri. Þaðan að sunnan kom
Björmum gull og gersemar. Samfé-
lagsskipan þeirra var allmerk. Þeir
bjuggu í hverfum og höfðu með sér
eins konar tryggingarfélög. Ef ein-
hver þeirra varð fyrir skakkafalli af
völdum ránsmanna eða öðrum slys-
um, þá bættu sveitungar hans tjónið.
Líkar tryggingareglur giltu hér á
landi á þjóðveldisöld.
Ottar hættir sér ekki inn í land
Bjarma. Förin var einkum farin til
þess að finna stöðvar rostungsins og
afla rostungstannanna. Rostungar
sjást ekki framar við strendur Finn-
merkur, en voru þar tíðir gestir fram
á 17. og jafnvel 18. öld. Þar eru m. a.
örnefnin Rosmhvalavík á eyjunni
Loppa (70° 20') og Rosmhvalur við
Hammerfest (70° 40' n. br.). Rost-
ungar voru að fornu flokkaðir með
hvölum. Menn hafa velt því mjög fyr-
ir sér, hvers konar hvalir það hafi
verið, sem Öttar og félagar hans
drápu 50 talsins á tveimur dögum.
Sumir telja, að það hafi verið rost-
ungar, en aðrir, að það hafi verið
grindarhvalir eða jafnvel enn þá
stærri skepnur. Elfráður konungur
hefur auðsæilega ekki skilið muninn
á rostungum og hvölum, en af því
stafar miskilningurinn. Óttar gerir
greinarmun á húðgóðum hvölum er
verða ekki lengri en 7 álnir, þ. e.
rostungum, og hvalfiskum, en af
þeirra ættbálki hefur hvalatorfan
verið, sem hann grandaði við sjötta
mann.
Eftir frásögn óttars festir Elfráð-
ur konungur fyrstur manna á hækur
nöfnin Norðvegur, Danmörk, Skír-
ingssalur, Hálogaland og íraland.
Síðasta nafnið hefur valdið mönnum
heilabrotum. Óttar kveðst húa á Há-
logalandi nyrzt Norðmanna. A leið-
inni þaðan suður með landi segir
hann, að íraland liggi í hafinu fyrst
landa í vestur átt, þá koma eyjarnar
norður af Bretlandi, en nyrzti hluti
þess liggur vestur af suðurhluta Nor-
egs. Líðandisnes liggur á 58. breidd-
arbaug, en sá baugur sker Skotland
sunnan við Katanes. Afstöðulýsing
Óttars stenzt því fyllilega á þessum
slóðum eins og annars staðar. í vest-
ur frá Hálogalandi liggur ísland eitt
landa, unz kemur að Grænlandi, þá
koma Færeyjar, Hjaltland og Orkn-
eyjar og loks Skotland. Nú er ekki
vitað, hvenær Óttar sótti Elfráð kon-
ung heim, en talið er sennilegt, að
það hafi gerzt á árunum milli 880 og
890. Um þær mundir hafa þeir Ing-
ólfur og félagar hans flulzt til ís-
lands, en hin mikla för manna af
77