Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 73
Undrabarnið rismikil, fjörleg laglína, kveður við að síðustu í þéttum samhljómum, sterkt og sjálfbirgingslega og Bibi hnykkir sér fram og aftur við hvern takt, eins og hann væri í fararbroddi á sigurgöngu. Síðan leikur hann lokahljómana af öllu afli, skáskýtur sér hokinn ofan af stólnum og bíður lófataksins með bros á vör. Og lófatakið skellur á — íólk er samtaka, það er snortið, það er frá sér numið: Sjáið þið bara indælu mjaðmirnar á barninu þegar það hneigir sig svona eins og lítil telpa! Klapp, klapp! Bíðið þið við, nú fer ég úr hönzk- unum. Bravó, Saccophylax litli, eða hvað þú heitir nú aftur! — Þetta er bara hreinasti galdrakarl! — Fólkið linnir ekki látunum fyrr en Bibi er búinn að koma þrívegis fram fyrir skerminn. Nokkrar eftirlegukindur, sem hafa orðið of seinar, ryðjast fram eftir göngunum og koma sér með erfiðismumum fyrir í troðfullum salnum. Síðan er tónleikunum haldið áfram. Bibi leikur nú „Draumóra“, sem eru eingöngu brotnir hlj ómar, eins og lág- vær niður, nema hvað ofurlítill flögrandi lagstúfur heyrist annað veifið. Og svo leikur hann „Ugluna og spörfuglana“, sem nær samstundis hylli áheyr- enda, kveikir geysilegan fögnuð. Það er sannkallað barnalag sem bregður upp svo skýrum myndum, að unun er á að hlýða. Bassinn gefur ljóslifandi hugmynd um úrilla uglu, sem deplar syfjulegum augunum, og hátónarnir líkja eftir spörfuglunum, sem sveima í kringum liana og stríða henni, hrædd- ir og ósvífnir í senn. Að þessu loknu er hrifning áheyrenda svo mikil, að Bibi verður að koma fram fjórum sinnum. Hótelþjónn með gljáhnappa færir honum þrjá stóra lárviðarsveiga upp á sviðið og réttir honum þá frá hlið, en Bibi þakkar með handabandi og hneigir sig. Jafnvel prinsessan tekur nú þátt í fagnaðarlátunum, með því að leggja saman lófana, ofur varlega og alveg hljóðlaust... Þessi patti er sannarlega þaulkunnugur öllum brögðum til að draga lófa- takið á langinn! Hann lætur bíða eftir sér bak við skerminn, dokar ögn á þrepunum, sem liggja upp á sviðið, skoðar litskrúðugar silkislaufurnar á sveigunum með barnslegri ánægju, þótt hann sé löngu orðinn leiður á þeim og hneigir sig fallega, með semingi. Hann gætir þess að fólkinu vinnist tími til að hamast meðan kraftarnir leyfa, nýtir þennan dýrmæta handaskarkala út í æsar. „Uglan“ er „glansnúmerið“ mitt, hugsar hann með sér — þetta orð lærði hann af umboðsmanninum. Á eftir kemur „Fantasían“ sem er í raun- inni miklu skemmtilegri, einkum í kaflanum, þar sem ég fer upp á cís. En þið, góðir áheyrendur, gleypið alltaf eins og fífl við þessari „Uglu“, sem er 63 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.