Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 27
„UndriS“ í spœnskri menningarbaráttu
stjórnum vinveittum Frankó, í Was-
hington, London, Bonn eða París,
hún er til þess gerð að réttlæta stuðn-
ing „hins frjálsa heims“ við einræð-
isherrann sem situr í Prado, höll
spænsku kónganna. Samkvæmt þess-
ari skýringu ætti Frankó að hafa
skyndilega hætt að vera fasisti til
þess að fylgja frelsisgyðjunni að mál-
um. Rökin fyrir þessu frjálslyndi eru
að öðru leytinu þau, að auðvalds-
ríkjum vestursins hefur verið gert
auðvelt að koma umframauði sínum
fyrir á Spáni með hagkvæmum skil-
málum (fjárhagslegt frjálslyndi), og
að hinu leytinu er bent á hina
spænsku stefnu í abstrakt málaralist,
Elskhuga lafði Chatterleys eða rit
Henry Millers, sem hægt sé að fá
keypt á Spáni, („andlegt frjáls-
lyndi“).
Onnur útbreiddari, en í eðli sínu
lík, skýring er sú er borgaraleg
vinstri blöð Evrópu og sósíaldemó-
kratar aðhyllast, að ástæðan fyrir
„frjálslyndi“ Frankós sé ekki ást hans
á frelsisgyðjunni, heldur þörfin fyrir
að vera með á sameiginlegum mark-
aði Evrópu. í báðum þessum skýr-
ingum er bent á hinn nýja upplýs-
ingaráðherra Spánar (sem á Spáni
kallast menntamálaráðherra), Fraga
Iribarne. Þessi ágæti duglegi og ný-
tízkusinnaði Fraga tók við af Arias
Salgado, sem ekki var aðeins þung-
lamalegur og úreltur, heldur einnig
höfundur þeirrar opinberu hugsjóna-
fræði sem tengir saman lífsskoðanir
heilagsTómasar frá Aquino og Adolfs
Hitlers.
Raunverulega var þetta margum-
talaða „frj álslyndi“ aðeins árangur-
inn af þróun sem hófst um miðja
öldina og náði hástigi 1955—6, á
tíma þegar ekki gat verið að ræða
um nauðsyn á að ná fótfestu á sam-
eiginlegum Evrópumarkaði og löngu
fyrr en Fraga varð ráðherra. Sjálfur
átti Frankó svo lítinn þátt í þessari
„frjálslyndisstefnu“ að hann er ekki
enn þann dag í dag búinn að ná sér
eftir óttann sem þessi þróun vakti
hjá honum. í ræðum sínum um þessa
menntamenn sem hefur verið sýnt
„frj álslyndi“ úthúðar hann þeim
sem „leiguþýjum Moskvu“, sem „vit-
lausum kommúnistum“ og þegar bezt
lætur „skýjaglópum sem hanga í úr-
eltum lýðræðisskoðunum".
Enn verður að benda á eina skýr-
ingu sem franska tímaritið L’Express
kom með fyrir skömmu, að nefnt
„frelsi“ sé eingöngu að þakka menn-
ingarbaráttu sem ekkert eigi skylt
við alþýðuna, spænska þjóðin standi
kærulaus í sinnuleysi andspænis
hetjulegri baráttu nokkurra rithöf-
unda og stúdenta, ef hún sé þeim
ekki blátt áfram fjandsamleg.
Ekkert er fráleitara en þessi skýr-
ing. Við skulum nú reyna að sýna
að hve mildu leyti barátta og árang-
ur menntamannanna á stoð sína í
baráttu þjóðarinnar sjálfrar fyrir því
2tmm
17