Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 101
ur, og síðan fornkvæði, 200 blaðsíður.1 Síð- ara bindið er 382 blaðsíður. Fyrst er kafli sem heitir Stökur og kviðlingar, 25 blaðsíð- ur. Þá eru Afmorskvœði, 16 bls. Síðan koma Vikivakakvœði alls 48, 104 bls. Þar næst eru Viðlög, 122 bls., og er þeim skipt í ellefu kafla eftir efni þeirra, en eins og útgefandi tekur sjálfur fram kann oft að vera álitamál hvernig beri að flokka. Ófróð- an mundi til dæmis ekki geta grunað að eftirfarandi stef ætti að teljast kristilegt: Of skjaldan á eg þig að finna. Löng þyki mér, Ijújan góð, leiðin til byggðanna þinna. Viðlagið er að vísu við kvæði um guð- hrœðsluna. Næst eru Þulur og langlokur, 11 blaðsíð- ur. Loks eru hér Leikkvœði, 35 bls.— Bind- ið endar á Skrá um fyrirsagnir og upphöf kvœða og viðlaga; þá eru Mannanöfn og Skammstajanir (en fáeinar leiðréttingar reka lestina). í lokaorðum síðast í inngangi segir útg. að sér hafi verið falið að annast „út- gáfu þjóðkvæðasafns í bókaflokki sem Al- menna bókafélagið hugðist efna til. Af fé- lagsins hálfu var ákveðið, að safnið skyldi vera allstórt og víðtækt, en ekki heildarút- gáfa af ákveðinni kvæðagrein. Meðal ann- ars var gert ráð fyrir safni danskvæða. Einnig var frá upphafi ákveðið, að útgáfan skyldi fremur miðast við að vera aðgengi- leg almenningi en sniðin eftir þörfum 1 „fornkvæði“ merkir samkvæmt gamalli venju sama og „folkevise“ á dönsku, — hef- ur þó verið haft í rýmri merkingu í elzta kvæðasafni þeirrar tegundar, bók séra Giss- urar Sveinssonar sem rituð var fyrir réttum þrem öldum. Seinni menn hafa sumir hyllzt til að nefna þau sagnadansa eða frásögu- dansa og úrval hefur hlotið heitið Fornir dansar (Ól. Briem, Rvík 1946). Umsagnir um bœkur fræðimanna. Þetta hefur að sjálfsögðu orð- ið að ráða mestu um tilhögun og óþarft að fjölyrða um það. — Á Islandi hafa dans- leikir með kvæðum eða kveðskap af ein- hverju tagi verið um liönd hafðir öldum saman. Heimildir um þessa kvæðadansleiki eru brotakenndar og lengst af litlar sem engar. Þrátt fyrir þetta hafa menn reynt að benda á kvæðagreinar sem líklegt sé, að gengið hafi í þessum leikjum. í þeim bind- um sem hér liggja fyrir er safn slíkra kvæða. Safnið hefur orðið allmiklu stærra en ráð var fyrir gert í öndverðu, en um heildarsafn er ekki að ræða. — Fornkvæði og vikivakakvæði ásamt viðlögum er drýgst- ur hluti þess sem hér er prentað. Utgáf- unni er þannig hagað, að eitt handrit er valið til útgáfu og ekki vikið frá því, án þess að um sé getið aftan við kvæði.“ Útg. getur þess að hann hafi aukið erindum inn í nokkur fomkvæðin eftir uppskriftum lík- um þeim sem prentað er eftir, en ætíð á milli sviga og með athugasemd á eftir. Og í eitt skipti hafi tvö erindi verið felld nið- ur í stað annarra sem upp hafi verið tekin. Enn fremur kveðst útg. einkum hafa val- ið þau vikivakakvæði „sem efnis vegna kynnu að vera líkleg til að hafa gengið í dansleikjum og sérstaklega haldið utan að þeim sem orðið gætu til að varpa Ijósi á leikina eða staðsett eru í gleðinni." (,gleði‘ nefndu fyrri menn dansskemmtanir sínar, — en mér ekki vel ljóst hvað útg. á við með síðustu orðunum). Undir lok inngangs kemur og fram að útg. ætlast til að heiti ritverksins sé skilið beinlínis eftir orðanna hljóðan: kvæði og dansleikir. — Það má ekki skilja svo, að liann fullyrði að þau kvæði sem hann hef- ur valið, hafi öll verið sungin fyrir (eða í) dansi. Víst er um allmörg, önnur mjög lík- leg, en sum „kynnu að vera ]íkleg“. -— En satt að segja eru þarna nokkur kvæði sem lítil líkindi eru til að hafi verið danskvæði, 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.