Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 15
Undirbúningur margra stríða
skjali sem bandarískir stjómmálamenn hafa fyrir löngu numið úr gildi. Þau hafa hlotið
staðfestingu í byltingarsögu síðustu hálfrar aldar. Raunverulegar þjóðfélagsbyltingar
hefjast þá aðeins þegar allar aðrar leiðir hafa reynzt vera ófærar, þegar kúgun harð-
stjómar eða óstjómar er orðin bókstaflega óbærileg. Engin fjarstýring getur komið þeim
af stað, og ekki heldur óskir hugsjónamanna, heldur nauðsynin í vægðarlausustu merk-
ingu orðsins. Nokkrar þjóðir í Asíu og fleiri í Suður-Ameríku búa nú þegar við þessa
hörðu nauðsyn. Þar á reynsla morðsérfræðinganna í Víetnam að koma að notum, og
fyrsti þáttur er þegar hafinn í Dómíníska lýðveldinu. En þar reyna Bandaríkjamenn um
leið að beita hinum óbeinu bardagaaðferðum í klassískasta stíl: þeir byrja á að endur-
lífga harðstjórn sem þegar hefur verið rekin frá völdum, til þess að hún geti síðar orðið
aðili (ef ekki tekst betur til), með jöfnum rétti, í nafni „lýðræðisins", að samningum
um framtíðarstjómskipun; — meðan þetta er ritað reyna Bandaríkjamenn af fremsta
megni að koma á fót suður-amerísku „friðargæzluliði“ sem er ætlað það hlutverk að Ijá
morðverkum þeirra í Santo-Domingo löggildingu eftirá; það er dálítið óhönduleg fram-
kvæmd á því bandaríska skylduboði samvizkunnar að láta aðra berjast fyrir sig; Trujillo
gegndi meðal annarra því hlutverki í Guatemala 1954. Og öllu þessu er hleypt af stað
vegna þess að bandarísk fyrirtæki eiga helminginn af sykurverksmiðjum og þrjá fjórðu
af sykurekrum þessa lands.
Það er rétt að endurtaka að stefna Bandaríkjastjómar hefur í sjálfri sér ekki breytzt.
En valdamenn Bandaríkjanna hika ekki lengur við að leggja opinskátt sök stríðsglæp-
anna á herðar hinnar bandarísku þjóðar til að koma fram stefnu sinni. Það má kannski
orða þetta öðruvísi, eins og algengt er: að ofbeldismennimir sem einskis svífast hafi nú
náð undirtökunum í bandarískum stjómmálum. Breytingin er einnig fólgin í því að of-
metnaður bandarískra forustumanna kann sér nú ekkert hóf, og virðist vera að gera þá
ærða. Því að það er ljóst að á þeim leiðum sem Bandaríkin fara núna bíÖur þeirra ekki
annaÖ en smánarlegur ósigur um það er lýkur, nema þá að þeir taki það ráð að útrýma
heilum þjóðum og leggja lönd þeirra gjörsamlega í eyði. En vandséð er að veldi Banda-
ríkjanna gæti staðizt slfkan sigur.
Ofmetnaður er hættulegur þjóðarsjúkdómur og áhættusamt verk að lægja slíkan of-
metnað. En það er nauÖsynlegt. Það er nauðsynlegt og æskilegt að hið bandaríska ofbeldi
brenni á sér finguma í Víetnam, þó að það eitt muni að vísu varla nægja. Enginn þarf
að gera því skóna að þjóð sem hefur verið vanin á þá trú um sinn að henni beri að ráða
yfir heiminum, læknist af þeim sjúkdómi þjáningalaust. Frakkar háðu nýlendustríð f
nær tuttugu ár samfleytt vegna þess að þeir vildu ekki horfast í augu við þann sannleik
að heimsveldisstaða þeirra væri liðin tíð. Engin ástæða er til að ætla fyrirfram, að „ný-
lendustríð" Bandaríkjamanna muni taka skemmri tíma, en mikil líkindi til að þau verði
mun langvinnari. Eftir að hafa barizt tíu ár í Víetnam áttu leifar franska hersins ekki
annan kost en hypja sig. En það nægði ekki til. Enn var barizt sjö ár í Alsír, árangurs-
lausri baráttu. Þá loksins fékk skynsemin að ráða. Þessi ófögru frönsku nýlendustríð
kostuðu fjórða franska lýðveldið, sem hafði fengið björtustu vonir þjóðarinnar í vöggu-
gjöf, lífið, og munaði hársbreidd að þau kæmu Frakklandi í greipar nýfasista. En lexían
sem hinar tvær hetjuþjóðir nútímans, önnur í Asíu og hin í Afríku, gáfu franskri yfir-
gangsstefnu, var ekki til ónýtis; síðan hafa samskipti Frakka við „þriðja heiminn“ verið
nokkurnveginn snurðulaus, og á þessum síðustu og verstu tímum er Frakkland eina ríki
5