Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 54
Tímarit Máls og menningar
cathleen (horfir út áhyggjufull): Baðstu hann ekki að aftra því, að Bartley
færi í dag með hestana á markaðinn í Galway?
nora: „Ég ætla ekki að tálma honum“, segir hann, „en þú skalt ekki vera
hrædd. Hún liggur á bæn hálfa nóttina, og guð almáttugur fer ekki að
láta hana standa uppi eina og sonarlausa“, segir hann.
CATHLEEN: Er mikill sjógangur hjá hvítu klettunum, Nora?
nora: Talsverður, guð hjálpi okkur. Og mikill brimsúgur vestur undan, og
verður verra þegar straumurinn fer að falla upp í vindinn.
(Hún gengur með böggulinn að borðinu).
nora: Á ég að opna böggulinn núna?
cathleen : Hún gæti vaknað og komið að okkur, áður en við værum búnar.
Við yrðum lengi að því, og færum að gráta báðar tvær.
NORA (gengur að innri dyrunum og hlustar): Hún er að hreyfa sig í rúm-
inu. Hún kemur eftir örstutta stund.
cathleen: Réttu mér stigann. Ég ætla að láta böggulinn upp á móloftið,
svo hún fái alls ekki veður af honum, og kannski gengur hún niður að
sjónum við fallaskiptin á eftir, að vita hvort hann reki ekki að austan.
(Þœr reisa stigann upp við skorsteininn. Cathleen stígur upp
í hann og stingur bögglinum upp á móloftsskörina. Maurya
kemur fram úr innra herberginu. Hún lítur til Cathleenar og
ávarpar hana í nöldurstóni).
maurya: Dugar hann þér ekki í dag, mórinn sem þú varst búin að fá?
CAThleen: Ég er nýbúin að láta brauð í hlóðirnar, og Bartley þarf að fá
það, ef hann leggur af stað til Connemara núna við fallaskiptin.
(Hún fleygir niður mókögglum, en Nora tekur þá og lœtur
þá umhverfis pottinn).
MAURYA (sezt á stól við eldinn): Hann fer ekki í dag, hann er að ganga upp
á sunnan og vestan. Hann fer ekki í dag, því ég veit að ungi presturinn
aftrar honum.
nora: Hann aftrar honum ekki, mamma, og ég heyrði Eamon Simon og
Stephen Pheety og Colum Shawn segja hann ætlaði að fara.
maurya: Hvar er hann þá sjálfur?
nora: Hann gekk niðreftir að vita hvort það yrði annar bátur í vikunni, og
ég held það verði ekki langt þangað til hann kemur aftur, því nú er komið
að fallaskiptum við græna höfðann, og kuggurinn kemur slagandi að
austan.
CATHLEEN: Ég heyri einhvern stikla á grjótinu.
44