Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 54
Tímarit Máls og menningar CATHLEEN (horfir út áhyggjufull): Baðstu hann ekki að aftra því, að Bartley færi í dag með hestana á markaðinn í Galway? NORA: „Ég ætla ekki að tálma honum", segir hann, „en þú skalt ekki vera hrædd. Hún liggur á bæn hálfa nóttina, og guð almáttugur fer ekki að láta hana standa uppi eina og sonarlausa", segir hann. CATHLEEN: Er mikill sjógangur hjá hvítu klettunum, Nora? NORA: Talsverður, guð hjálpi okkur. Og mikill brimsúgur vestur undan, og verður verra þegar straumurinn fer að falla upp í vindinn. (Hún gengur með böggulinn að borðinu). NORA: Á ég að opna böggulinn núna? cathleen: Hún gæti vaknað og komið að okkur, áður en við værum búnar. Við yrðum lengi að því, og færum að gráta báðar tvær. NORA (gengur að innri dyrunum og hlustar): Hún er að hreyfa sig í rúm- inu. Hún kemur eftir örstutta stund. cathleen: Réttu mér stigann. Ég ætla að láta böggulinn upp á móloftið, svo hún fái alls ekki veður af honum, og kannski gengur hún niður að sjónum við fallaskiptin á eftir, að vita hvort hann reki ekki að austan. (Þœr reisa stigann upp við skorsteininn. Cathleen stígur upp í hann og stingur bögglinum upp á móloftsskörina. Maurya kemur fram úr innra herberginu. Hún lítur til Cathleenar og ávarpar hana í nöldurstóni). maurya: Dugar hann þér ekki í dag, mórinn sem þú varst búin að fá? CAThleen: Ég er nýbúin að láta brauð í hlóðirnar, og Bartley þarf að fá það, ef hann leggur af stað til Connemara núna við fallaskiptin. (Hún fleygir niður mókögglum, en Nora tekur þá og lætur þá umhverfis pottinn). maurya (sezt á stól við eldinn): Hann fer ekki í dag, hann er að ganga upp á sunnan og vestan. Hann fer ekki í dag, því ég veit að ungi presturinn aftrar honum. NORA: Hann aftrar honum ekki, mamma, og ég heyrði Eamon Simon og Stephen Pheety og Colum Shawn segja hann ætlaði að fara. MAURYA: Hvar er hann þá sjálfur? NORA: Hann gekk niðreftir að vita hvort það yrði annar bátur í vikunni, og ég held það verði ekki langt þangað til hann kemur aftur, því nú er komið að fallaskiptum við græna höfðann, og kuggurinn kemur slagandi að austan. CATHLEEN: Ég heyri einhvern stikla á grjótinu. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.