Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 96
Tímarit Máls og menningar starf og sama vald. Þetta ber vott um lítillæti hans, auk þess sem vakin er ein fornasta hugmynd frumkirkjunn- ar: að hver biskup er öðrum jafn. En samt varð ég hryggur í skapi er ég heyrði að biskuparnir skyldu vera þrír. Hvers vegna bara þrír? Hvers vegna ekki þrjátíu og níu? sagði ég við sjálfan mig. Og því segi ég svo allir megi orð mín heyra: 1) Yfir ís- lenzku þjóðkirkjunni skulu vera 39 biskupar. 2) Allir skulu biskupar þessir sitja í Skálholti. Nú munu sjálfsagt margir spyrja: Hvers vegna 39 biskupa? Svar: í umræðum manna um end- urreisn Skálholts hefur réttilega verið hent á það að treysta beri tengslin við fortíðina og varðveita fornan menningararf. A söguöld voru á ís- landi 39 goðorð full og forn og má ekki minna vera en á Viðreisnaröld verði biskupar vorir jafnir þeim að tölu. í annan stað er það grunur minn, að það lén, sem Hannes Jóns- son félagsfræðingur veitti þjóðkirkj- unni í vetur, sé svo mikið og mæði- samt, að færri biskupar fái ekki und- ir risið. Og enn munu margir spyrja: Hvers vegna eiga hinir 39 biskupar að sitja allir í Skálholti? Svar: Vegna þess, að ef svo heldur áfram Viðreisnarblóma lands vors sem hingað til, mun landauðn verða í öllum fjórðungum nema Sunnlend- ingafjórðungi. Er þá ljóst af land- fræðilegum ástæðum, að Skálholt liggur svo miðsvæðis í byggðum, að enginn staður er ákjósanlegri til gæzlu á léni þjóðkirkjunnar — hjú- skapar- og kynferðismálum íslend- inga. Loks vil ég taka það fram, þótt kannski sé óþarfi, að ekki kemur til mála að hinir 39 biskupar vorir skuli búa í einhverju sambýlishúsi á Skál- holtsstað. Slíkt væri gagnstætt öllum erfðum heimskirkjunnar. Að sjálf- sögðu skal reisa biskupsgarð yfir hvern biskup. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.