Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 89
Óttars höfðu landar hans stundað hernaö á írlandi langan aldur og stofnað þar ríkin Dyflinni, Hlimrek og Veðrafjörð um 840. Óttar hefur því hlotið að kunna góð skil á ír- landi, legu þess og nafni, en það ligg- ur hvergi gegnt strönd Noregs og skiptir því í rauninni ekki máli í þeirri landafræði, sem hann er að rekja. Á fyrsta fjórðungi 9. aldar stökkva norrænir víkingar Irum af Færeyjum, svo að ólíklegt er, að þær séu kenndar við þá eftir þann tíma. Einnig eru Færeyjar eyjar en ekki land; slíkur eyjaklasi ber aldrei heit- ið ,land‘ að fornu. Hjaltland var vík- ingabæli á dögum Óttars, svo að það er mjög ótrúlegt, að Óttar kenni Hjaltland við íra. Öll skýrsla Óttars af Hálogalandi er mjög traust og nákvæm; hann full- yrðir ekkert, sem honum er ekki fylli- lega kunnugt. Af ritum Elfráðs er auðséð, að konungi og Óttari hefur verið ókunnugt um nafnið ísland, Snæland og Garöarshólm. Af Land- námu sést, að ísland hefur upphaflega hlotið ýmis nöfn, en nafnið ísland hefur sigrað snemma. Ef Óttar hef- ur komið til Elfráðs konungs um 880, þá er það rétt um það leyti, sem Ing- ólfur er að setjast að á íslandi, en fólksflutningar hefjast ekki til lands- ins fyrr en um 10 árum síðar. Fornar og góðar heimildir greina, að kaup- menn hafði hrakið til íslands fyrsta norrænna manna, en Óttar var mjög / raland = ísland? kunnugur í kaupstöðum. Engar sög- ur fara af því, hvaða nafn hinir ó- greindu kaupmenn völdu landinu. Ef til vill hermdu þeir þaðan þau helzt tíðindi, að þar byggju írskir menn. í íslendingabók segir Ari fróði: „Þá voru hér menn kristnir (þ. e. þegar Norðmenn komu hingað fyrst), þeir er Norðmenn kalla Papa, en þeir fóru síðan á braut, af því að þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn, og létu eftir hækur írskar og bjöllur og bagla. Af því mátti skilja, að þeir voru menn írskir.“ Þessi þverstæðu- kennda frásögn er helzta heimildin um það, að írar hafi búið hér á landi í upphafi landnámsaldar, en Ari er fáorður og bregÖur hér vana sínum og greinir enga heimildarmenn, en vitnar í þess stað til fornminja. Grip- irnir, sem hann telur, að Papar hafi skilið eftir, eru allir tengdir kristinni trú, bagallinn er meira að segja tign- armerki kirkjuhöfðingja, biskupa og ábóta. Vera má, að í föruneyti Ing- ólfs og annarra landnámsmanna hafi verið sérfræðingar í bóka-, bjöllu- og biskupsstafaránum og þeir hafi af vísdómi sínum og þekkingu á faginu greint, hvaðan gripirnir voru, en aldrei hafa heiðingjar, sem engan bókstaf kunnu, lagt rækt við varð- veizlu slíkra gripa. írabjöllurnar hafa eflaust sómt sér vel við horn á geitum og nautum, baglarnir verið góð smalaprik og bókfellið hefur mátt nota til fata og jafnvel veggskreyt- 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.