Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 59
Helreið
nora: Heldurðu hún sjái ekki ég var að gráta?
cathleen: Snúðu þér frá dyrunum, svoleiðis að birtan falli ekki framan
í þig-
(Nora sezt hjá skorsleininum og snýr baki við dyrunum.
Maurya gengur mjög hœgt inn, án þess að líta á stúlkurnar, og
staulast að stólnum við eldinn. Hún heldur enn á rýjunni með
brauðinu. Stúlkurnar horfa hvor á aðra, og Nora bendir á
brauðið. Cathleen spinnur enn andartak).
cathleen: Þú hefur ekki fengið honum brauðið sitt?
(Maurya tekur að gefa frá sér lágvœr harmahljóð, án þess
að líta við þeim).
cathleen: Sástu hann ekki ríða ofan hjá?
(Maurya heldur áfram harmarauli sínu).
cathleen (dálítið óþolinmóð): Guð fyrirgefi þér; væri þér ekki nær að
hækka röddina og segja hvað þú sást, í staðinn fyrir að kveina yfir því
sem orðið er? Ég er að spyrja þig, hvort þú hafir ekki séð Bartley?
maurya (veikri röddu): Hjarta mitt er brostið frá þessum degi.
cathleen (sem áður): Sástu Bartley?
MAURYA: Ég sá þá skelfilegustu sýn.
cathleen (fer frá rokknum og horfir út): Guð fyrirgefi þér; hann ríður
hryssunni núna yfir græna höfðann, og gráa trippið á eftir honum.
maurya (kippist við, svo sjalið fellur af fwfði hennar og úfnu, hvítu hárinu;
hrœðslufullum rómi): Gráa trippið á eftir honum.
cathleen (gengur að eldinum): Hvað gengur að þér, eiginlega?
maurya (talar mjög hœgt): Ég sá skelfilegustu sýn sem nokkur maður hefur
séð, síðan Bride Dara sá dauða manninn með barnið í fangi sínu.
CATHLEEN Og NORA: Úff!
(Þœr krjúpa á kné frammi fyrir gömlu konunni við eldinn).
nora: Segðu okkur, hvað þú sást.
maurya: Ég fór niður að brunninum, og ég stóð þar og baðst fyrir í lágum
hljóðum. Þá bar Bartley þar að, og hann reið rauðu hryssunni, og gráa
trippið á eftir honum. (Hún lyftir höndunum eins og til að skyggja fyrir
augu sín): Jesús Kristur líkni okkur, Nora!
cathleen: Hvað var það sem þú sást?
maurya: Ég sá Michael í eigin persónu.
CATHLEEN (mildilega): Það gerðir þú ekki, mamma. Þú sást ekki Michael,
4 tmm 49