Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 82
Björn Þorsteinsson
traland — tsland?
Seint á 9. öld (871—’99) eða á fvrri
helmingi landnámsaldar á Islandi
rœður fyrir Vestur-Söxum á sunnan-
verðu Englandi konungur sá, sem
nefndur er Elfráður hinn ríki í forn-
um bókum íslenzkum, og á hann
löngum í höggi við danska víkinga.
Elfráður var mikill fróðleiksunnandi
og talsverður lærdómsmaður og
þýddi og lét þýða á þjóðtungu sína,
engilsaxnesku, ýmis sígild rit þegn-
um sínum til fróðleiks og menntunar.
Við bókmenntaiðju sína fékkst hann
einkum á árunum 892—’99. Á þessu
árabili er talið, að Elfráður hafi þýtt
m. a. eins konar veraldarsögu, sem
spánskur klerkur, Paulus Orosius,
setti saman í upphafi 5. aldar. Þetta
rit: Historiae adversum paganos —
varð allfrægt á miðöldum, og snaraði
Elfráður því sjálfur á engilsaxnesku,
endurbætti það og umsamdi, svo að
úr því varð nýtt verk. Þá höfðu aldrei
verið festar á bækur neinar skilríkar
frásagnir af löndum í Norður-Evr-
ópu, en Elfráður átti í stöðugum
styrjöldum og samningum við nor-
ræna menn. Menn af Norðurlöndum
komu til hirðar konungs og sögðu
honum tíðindi að heiman og af ferð-
um sínum. Rit Orosiusar jók Elfráður
ágætum frásögnum þessara gistivina
sinna, en á þann hátt varð til fyrsta
landfræðiritið, sem geymir sannar
frásagnir um Norðurlönd. Einn
þeirra manna, sem sóttu heim Elfráð
konung, var Ohthere eða Óttar höfð-
ingi af Hálogalandi. Menn vita ekki,
hverra erinda hann hefur farið á
konungsfund, en geta þess til, að
hann hafi verið í verzlunarerindum
eða jafnvel í sendiför fyrir Harald
konung hárfagra. Hann hefur senni-
lega komið til hirðar Elfráðs um 890,
en alls ekki fyrir 871. Óttar þessi var
maður víðförull og hafði frá mörgu
að segja. Eftir honum skráði Elfráð-
ur stórmerka lýsingu á landaskipan á
Norðurlöndum.
„Óttar sagði lávarði sínum, Elfráði
konungi, að hann ætti heima nyrzt
allra Norðmanna. Hann kvaðst búa á
norðanverðu landinu við Vesturhaf-
ið. Hann sagði, að land þetta næði
þó langt norður þaðan, en það er allt
í auðn, nema Finnar byggju strjált á
fáum stöðum og stunda veiðar á vetr-
um, en fiski í sjónum um sumur.
Hann sagði, að eitt sinn fýsti sig að
vila, hve langt landið lægi til norður-
72