Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 84
Tímarit Máls og menningar
hann plægði, gerði hann með hest-
um.
Aðaltekjur þeirra þ. e. (höfðingja
á Hálogalandi) eru skattur, sem
Finnar greiða þeim. Sá skattur er í
grávöru, fiðri, hvalbeini og skips-
reipum, gjörðuin af hvalshúð eða
selskinni. Hver þeirra geldur eftir
virðingu sinni. Hinn göfugasti skal
gjalda 15 marðarskinn, 5 hreinstök-
ur, einn bjarnarfeld, 10 ,ambra‘ (eða
ker)1 af fiðri, kyrtil úr bjarnar- eða
oturskinni og tvö skipsreipi, hvort 60
álna langt, annað úr hvalshúð (svarð-
reipi), en hitt úr selskinni.
Hann sagði, að land Norðmanna
væri injög langt og mjög mjótt. Og
það af því, sem nytjað verður til beit-
ar eða ræktunar, liggur nær sjónum
og er þó sums staðar mjög grýtt.
Austan þess liggja eyðiheiðar ofar
endilangri byggðinni. Á heiðum þess-
um búa Finnar. Byggðarlöndin eru
breiðust austast, en mjókka stöðugt
eftir því sem norðar dregur. Austan
til geta þau orðið 60 mílna breið eða
enn breiðari; um mitt landið 30 míl-
ur eða breiðari. Norðan til sagði
hann, þar sem landið er mjóst, eru
einungis þrjár mílur inn að heiðun-
um. En heiðarnar eru sums staðar
svo breiðar, að yfir þær er hálfsmán-
aðarferð, en annars staðar tekur slíkt
ferðalag sex daga.
Handan við heiðarnar liggur Svía-
1 Sjá forméla Sigurðar Nordals fyrir Eg-
ils sögu, bls. XXVIII.
land meðfram hinu landinu sunnan
til, en meðfram norðurhluta þess
Kvenland. Stundum gera Kvenir her-
hlaup yfir heiðarnar á Norðmenn, en
stundum ráðast Norðmenn á þá. Hin-
um megin við heiðarnar eru mörg
stórvötn, og bera Kvenir báta sína
yfir land að vötnunum og herja það-
an á Norðmenn. Bátar þeirra eru
mj ög litlir og léttir. Óttar kvaðst búa
í fylki því, sem nefnist Hálogaland.
Hann sagði, að enginn maður byggi
norðar en hann. Suður í landinu er
höfn, sem menn kalla Skíringssal
(stóð á Vestfold skammt frá Larvik).
Þangað kvað hann ekki verða siglt á
mánuði, ef haldið væri kyrru fyrir
um nætur og nyti byrjar um daga:
er þá ávallt siglt meðfram landi. Á
stjórnborða verður fyrst íraland, og
síðan eyjar þær, sem liggja milli íra-
lands og þessa land (þ. e. Bretlands),
og land þetta síðan, unz hann kemur
til Skíringssalar. Alla leiðina er Nor-
egur á bakborða. Suður af Skírings-
sal gengur mjög mikið haf inn í land-
ið (þ. e. Skagerak og Kattegat). Það
er breiðara en svo, að yfir það fái
séð, og liggur Gotland (Jótland) hin-
um megin við það, en þá Sillende
(Suður-Jótland?). Þetta haf skerst
mörg hundruð (mílur?) inn í landið.
Frá Skíringssal kvaðst hann hafa
siglt 5 daga til hafnar, sem nefnist
Heiðabær (æt Hæþum). Hann ligg-
ur milli Vinda og Saxa og Engla og
lýtur undir Dani. Þegar hann sigldi
74