Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 29
„Undrið“ í spœnskri menningarbaráttu
Gíbraltar, ensku nýlenduna á spænskri
grund. En þj óðernisæsingur stúdent-
anna fór út yfir þau takmörk sem
stjórninni voru þóknanleg og lögregla
einræðisherrans lumbraði af grimmd
á kröfugöngumönnunum. Hún eyði-
lagði á skammri stundu margra ára
fasískt uppeldi og kröfugangan sner-
ist upp í mótmæli og andspymu gegn
Frankóstjórninni, sérstaklega gegn
innanríkisráðherranum, Blas Pérez,
manni sem á nazistatímunum hafði
samvinnu við Himmler.
Upp frá þessu þróaðist fljótt menn-
ingarpólitísk andstaða menntamanna
og var skipulögð án ágreinings. Jafn-
vel SEU varð smátt og smátt andvígt
Frankó og háskólafélög þeirra veitt-
ust að eigin stjórnmn sem ríkisstjórn-
in og falangistar höfðu sett á lagg-
irnar. Menntastofnanir, ýms lítil leik-
hús, kvikmyndaklúbbar og rithöf-
undaþing urðu að málverum þar sem
ritskoðun og önnur kúgun var for-
dæmd.
1955 kom SEU af stað „umræðum
um spænskar kvikmyndir“. Menn-
ingarstefna ríkisstj órnarinnar var þar
gagnrýnd harðlega og hún þurfti ekki
lengur að vera í neinum vafa um mót-
þróa sinna eigin stúdentafélaga.
Fyrsta undanhald Frankós
I október sama ár dó José Ortega
y Gasset. I því tilefni skipaði upp-
lýsingaráðuneytið blöðunum að stað-
hæfa að hinn vantrúaði heimspek-
ingur hafi skömmu fyrir dauða sinn
horfið aftur í skaut kirkjunnar. Þótt
enginn tryði þessari grófu lygi gátu
stúdentar ekki setið á sér að láta í
ljós óbeit sina á henni á götum úti.
Líkfylgd Ortegas snerist upp í mót-
mælafund gegn óheiðarleik og naz-
istakennimannlegum áróðri Arias
Salgados, áróðursráðherra Frankós,
og í endumýjaða andlega mótstöðu
á Spáni. Ríkisstjórninni varð órótt
út af þessum atburði og bannaði 1.
þjóðlegt háskólaþing ungra rithöf-
unda, sem ákveðið var að halda í
nóvember og beðið var af mikilli eft-
irvæntingu. Með þessu banni missti
Frankó stuðning þeirra fáu stúdenta
sem enn fylgdu honum að málum.
Þeim hafði sýnilega skilizt að þróun
menningar í landinu var ósamræman-
leg fasismanum.
í fyrsta mánuði ársins 1956 brýzt
loks út stríðið milli ríkisstj ómarinn-
ar og stúdentanna fyrir alvöru. Það
færist úr háskólunum út á götuna og
verður einn þátturinn í baráttu fjöld-
ans. Öánægja stúdentanna lýsir sér í
árásum á skrifstofur og fundarsali
SEU, sem þeir kenna um bannið gegn
þinghaldinu. Ríkisstjómin áræðir
ekki að berja niður mótmælaaðgerð-
irnar, því að hún óttast byltingar-
sinnuð átök með ófyrirsj áanlegum
afleiðingum. Þá ákveða falangistar
að grípa til eigin ráða. Minnugir
„hetjudáða“ þýzkra og ítalskra fas-
ista senda þeir vopnaða menn hundr-
19