Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 74
Tímarit Máls og menningar
fyrsta verkið sem ég samdi og lélegast þeirra allra. Og hann þakkar og hneig-
ir sig fallega.
Næst leikur hann „Hugleiðingu“ og síðan „Æfingu“ — efni þessara tón-
leika er sannarlega mikið að vöxtum. „Hugleiðingin" er nauðalík „Draumór-
unum“, en hún er engu verri fyrir það. „Æfingin" þrautreynir á fingrafimi
Bibis, sem raunar stendur hugkvæmni hans nokkuð að baki.
En þá er komið að „Fantasíunni“. Hún er eftirlætisverk hans sjálfs. Hann
leikur hana alltaf sitt með hverju móti, gefur sér lausan tauminn, og þegar
honum tekst bezt upp leika í höndum hans óvæntar, nýjar hugmyndir og
skreytingar.
Þarna situr hann og leikur, örlítill og hvítgljáandi, fyrir framan stóran
svartan flygilinn. Aleinn og útvalinn situr hann þarna uppi á sviðinu ofar
mannf j öldanum, sem virðist renna saman í móðu — skýrt mótuð einstaklings-
sál kjörin til þess að hrífa þessa einu sameiginlegu múgsál, sem er bæði
sljó og viðbragðstreg ...
Mjúkt svart hárið ásamt silkislaufunni hvítu er komið fram á enni, sterk-
byggðir, þjálfaðir úlnliðirnir eru á ferð og flugi, og vöðvarnir í brúnum
barnslegum kinnunum sj ást titra.
Stundum bregður fyrir algleymi í hug hans, hann einangrast frá umheim-
inum. Skrítin músaraugun, sem eru með þreytubaugum, beinast þá í átt frá
áhorfendum að máluðum salarveggnum við hlið hans, horfa í gegnum hann,
skima í órafjarska — það er hverful sýn, þrungin ólgandi lífi. En þá verður
honum snögglega litið út undan sér fram í sal, og hann veit af sér frammi
fyrir fólkinu á ný.
Kvein og fagnaðaróp, hátt flug og mikið fall — „fantasían mín“, hugsar
Bibi, gagntekinn af ástúð. „Nú skuluð þið hlusta, nú kemur að kaflanum,
þar sem ég fer upp á cís!“ Og hann leikur taktana, þar sem skiptir um tón-
tegund, og fer upp á cís. „Skyldi fólkið taka eftir því?“ „Æ, nei, auðvitað
tekur það ekki eftir neinu!“ Þess í stað reynir hann að gera fólkinu eitthvað
til augnagamans, — hann lítur upp í salarloftið, ósköp fallegur á svip.
Fólkið situr í löngum röðum og horfir á undrabarnið. Og þetta hversdags-
fólk er svo sem einnig að brjóta heilann um sitt af hverju. Hvítskeggjaður
öldungur sem er með innsiglishring á vísifingri og hnúðóttan kepp -— kýli
mætti líka kalla það — á skallanum, hugsar með sér: „Ég ætti nú eiginlega
að skammast mín. Ég komst aldrei lengra á listabrautinni en að leika „Allt
í grænum sjó“, og hér sit ég, hærugrár karlfauskurinn, og hlusta á þennan
kettling fremja hreinustu töfrabrögð. En þess ber að minnast, að slíku er
64