Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 86
Tímarit Máls og menningar Á 9. öld er Norðmönnum því allkunn landaskipan norður og austur af Há- logalandi og þekktu þar deili á þjóð- um. I Egils sögu segir meðal annars: ..Finnmörk er stórlega víð; gengur haf fyrir vestan og þar af firðir stór- ir, svo og fyrir norðan og allt austur um; en fyrir sunnan er Noregur, og tekur mörkin nálega allt hið efra suð- ur, svo sem Hálogaland hið ytra. En austur af Naumudal er Jamtaland, og þá Helsingjaland og þá Kvenland, þá Finnland, þá Kirjálaland; en Finn- mörk liggur fyrir ofan þessi öll lönd, og eru víða fjallbyggðir upp á mörk- ina, sumt í dali, en sumt með vötnum. Á Finnmörk eru vötn furðulega stór og þar með vötnunum marklönd stór, en há fjöll liggja eftir endilangri mörkinni, og eru það kallaðir Kilir.“ Þegar Egilssaga er rituð, höfðu menn farið í margar Bjarmalands- ferðir, og er þar m. a. getið einnar slíkrar, sem Eiríkur blóðöx fór. Að baki hinnar ágætu landafræði Egils sögu líggja margir leiðangrar, en þeim fyrsta, sem farinn er með strönd- um fram, stjórnar Óttar af Háloga- landi. Áður en sú för var farin, virð- ist mönnum ekki hafa verið kunn nyrzta strandlengja Skandinavíu og Kólaskaga. Hið auða land Terfinna var Kóla- skagi. Þeir nefndu landið ,Ter‘ eða ,Turja‘, en af því er nafnið Terfinnar dregið. Óttar kveðst hafa siglt suður með landinu, haft það jafnan á stjórnborða. Nú telja menn,að landa- mærafljótið, sem skildi lönd Terfinna og Bjarma bafi verið áin Varzuga eða Umba á norðurströnd Gandvík- ur. Óttar segir, að Bjarmar hafi setið land sitt vel. Með því á hann eflaust við, að þeir áttu sér fasta bústaði og ræktuðu jörðina. Hann hefur eflaust átt áður löng skipti við Finna og skildi strax, að Bjarmar mæltu á nær- fellt sömu tungu og þeir. í Egils sögu er ekki getið um Bjarma, þótt þar sé minnzt á Bjarmalandsferð. Hins veg- ar segir þar, að Kirjálar búi fyrir austan Finna eða á svæðinu vestur af Gandvík. Kirjálar eru finnsk-úgr- ísk þjóð, náskyld Finnum, og munu þeir vera sama þjóðin og Bjarmar. Nafnið Bjarmi, beormas á engilsax- nesku, er dregið af finnska orðinu perm, en permi merkir á finnsku far- mann eða farandsala úr landi Kir- jála. í Ólafs sögu helga er frásögn um Bjarmalandsför Þóris hunds. Hann rænir helgistað Bjarma og m. a. guð- inn Jómala, en Júmala merkir guð á kirjálsku. Þar og víðar í fornum sögum íslenzkum kemur fram, að Bjarmar voru menn auðigir að margs konar dýrmæti, áttu gnægð grávöru og jafnvel gull og silfur. Bjarmalands- ferðir voru því álitnar miklar frægð- arfarir, bæði hættulegar og févæn- legar. Þórir hundur lagði að kaup- stað við ármynni Dvínu við sunnan- verða Gandvík.1 Þessi kaupstaður 1 Heimskringla, Ól. saga helga 133. kap. 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.