Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 86
Tímarit Máls og menningar
Á 9. öld er Norðmönnum því allkunn
landaskipan norður og austur af Há-
logalandi og þekktu þar deili á þjóð-
um. I Egils sögu segir meðal annars:
..Finnmörk er stórlega víð; gengur
haf fyrir vestan og þar af firðir stór-
ir, svo og fyrir norðan og allt austur
um; en fyrir sunnan er Noregur, og
tekur mörkin nálega allt hið efra suð-
ur, svo sem Hálogaland hið ytra. En
austur af Naumudal er Jamtaland, og
þá Helsingjaland og þá Kvenland, þá
Finnland, þá Kirjálaland; en Finn-
mörk liggur fyrir ofan þessi öll lönd,
og eru víða fjallbyggðir upp á mörk-
ina, sumt í dali, en sumt með vötnum.
Á Finnmörk eru vötn furðulega stór
og þar með vötnunum marklönd stór,
en há fjöll liggja eftir endilangri
mörkinni, og eru það kallaðir Kilir.“
Þegar Egilssaga er rituð, höfðu
menn farið í margar Bjarmalands-
ferðir, og er þar m. a. getið einnar
slíkrar, sem Eiríkur blóðöx fór. Að
baki hinnar ágætu landafræði Egils
sögu líggja margir leiðangrar, en
þeim fyrsta, sem farinn er með strönd-
um fram, stjórnar Óttar af Háloga-
landi. Áður en sú för var farin, virð-
ist mönnum ekki hafa verið kunn
nyrzta strandlengja Skandinavíu og
Kólaskaga.
Hið auða land Terfinna var Kóla-
skagi. Þeir nefndu landið ,Ter‘ eða
,Turja‘, en af því er nafnið Terfinnar
dregið. Óttar kveðst hafa siglt suður
með landinu, haft það jafnan á
stjórnborða. Nú telja menn,að landa-
mærafljótið, sem skildi lönd Terfinna
og Bjarma bafi verið áin Varzuga
eða Umba á norðurströnd Gandvík-
ur. Óttar segir, að Bjarmar hafi setið
land sitt vel. Með því á hann eflaust
við, að þeir áttu sér fasta bústaði og
ræktuðu jörðina. Hann hefur eflaust
átt áður löng skipti við Finna og
skildi strax, að Bjarmar mæltu á nær-
fellt sömu tungu og þeir. í Egils sögu
er ekki getið um Bjarma, þótt þar sé
minnzt á Bjarmalandsferð. Hins veg-
ar segir þar, að Kirjálar búi fyrir
austan Finna eða á svæðinu vestur
af Gandvík. Kirjálar eru finnsk-úgr-
ísk þjóð, náskyld Finnum, og munu
þeir vera sama þjóðin og Bjarmar.
Nafnið Bjarmi, beormas á engilsax-
nesku, er dregið af finnska orðinu
perm, en permi merkir á finnsku far-
mann eða farandsala úr landi Kir-
jála. í Ólafs sögu helga er frásögn um
Bjarmalandsför Þóris hunds. Hann
rænir helgistað Bjarma og m. a. guð-
inn Jómala, en Júmala merkir guð á
kirjálsku. Þar og víðar í fornum
sögum íslenzkum kemur fram, að
Bjarmar voru menn auðigir að margs
konar dýrmæti, áttu gnægð grávöru
og jafnvel gull og silfur. Bjarmalands-
ferðir voru því álitnar miklar frægð-
arfarir, bæði hættulegar og févæn-
legar. Þórir hundur lagði að kaup-
stað við ármynni Dvínu við sunnan-
verða Gandvík.1 Þessi kaupstaður
1 Heimskringla, Ól. saga helga 133. kap.
76