Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 94
Sverrir Kristjánsson
Vort fjörmikla þjóðkirkjulíf
Mig minnir það hafi verið á önd-
verðu þessu ári, að í útvarpi og blöð-
um var birt ein frétt, sem mér þótti
mjög athyglisverð. Frá því var skýrt,
að sá menningarviti Islendinga, sem
bjartast skín þessa stundina, Hannes
Jónsson félagsfræðingur, hefði af-
hent herra biskupinum yfir íslandi
hjúskapar- og kynferðismál íslenzku
þjóðarinnar, og biskup tekið við þeim
í nafni þjóðkirkjunnar. Þessi athöfn
minnti í öllum greinum á þann gern-
ing, sem á miðöldum var kallaður in-
vesdtura, en nefna mætti lénun á
voru máli: veraldlegur þjóðhöfðingi
veitir hiskupi eða ábóla umráð og
vald yfir jarðeignum og öðru góssi
hins kirkj ulega embættis. Þessi lénun-
arréttur er kunnastur úr sögu þýzkra
miðaldakeisara, en var ekki eingöngu
bundinn við áþreifanlega hluti, svo
sem jarðir. Hann gat einnig náð til
staðbundins valds, svo sem dómsmála
eða löggæzlu. Félagsmálakeisari Is-
lands, herra Hannes Jónsson, lénaði
sem sagt kirkjunni vald og umráð yf-
ir hjúskapar- og kynferðismálum
þjóðarinnar, og mun að sjálfsögðu
liafa gert það „af frjálsu fullveldi“,
eins og komizt var að orði þegar
Kristján IX. Danakonungur gaf okk-
ur stj órnarskrána sællar minningar.
Ekki er mér kunnugt um hvernig
kirkja vor hefur rækt þelta nýja em-
bættishlutverk, enda heyrir það að
sumu leyti undir þau mál, sem kölluð
voru feimnismál fyrir síðustu heims-
styrjöld. En skömmu eftir lénunarat-
höfnina gerðist vor gamla þjóðkirkja
bæði hávær og athafnasöm á öðrum
sviðum. Fyrir nokkrum misserum
hafði Viðreisnarstjórnin gefið henni
Skálholt og 1 milljón króna á ári til
að ráðskast með á þeim íornfræga
stað. Síðan hefur ekkert lát orðið á
hinum kristilega mömmuleik þjóð-
kirkjunnar. En það er athyglisvert
við þennan mömmuleik, að hann snýst
nær allur um það fræga dýr Biblí-
unnar, gullkálfinn. Þetta er því furðu-
legra sem Jóhann Hanesson prófessor
í guðfræði hefur nýlega birt þá skýr-
ingu á sköpunarverkinu, að guð hafi
ekki skapað gullkálfinn. (Sjá Þanka-
rúnir hans í Lesbók Morgunblaðs-
ins.) En Þjóðkirkjan er gengin í
dansinn og nú tvistar hið aldna hrör
eins og fimmtán ára táningur kring-
um þann eina kálf, sem guð skapaði
ekki.
84