Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 90
Tímarit Máls og menningar
inga, en margt annað fágæti hefur
fundizt hér í upphafi landsbyggðar
einkum á fjörum, þótt aldrei væru
þeir fundir á bækur settir. Ekki kem-
ur til mála, að írar hafi skilið eftir
helztu gripi sína af fúsum vilja (Jón
Jóhannesson: íslendinga saga, I. bls.
18—19), og fyrir þeirri staðreynd
fellur sú fullyrðing Ara, að þeir hafi
eingöngu farið héðan af landi brott,
af því að þeir vildu ekki vera við
heiðna menn. Hve mikið traust, sem
við berum til Ara fróða, þá eru hér
augljósar þversagnir í frásögn hans.
Klerkurinn Ari Þorgilsson velur þau
tíðindi ein í bók sína, sem hann vill
að varðveitist um aðra hluti fram, en
þegir um hitt. Hér voru írskir menn
kristnir, þegar Norðmenn komu; það
hefur verið of kunn saga til þess að
fram hjá henni yrði gengið, og menn
hafa e. t. v. þekkt einhverja gripi úr
fórum þeirra. í Kjalnesinga sögu seg-
ir m. a., að írsk járnklukka hafi hang-
ið fyrir kirkjunni á Esjubergi seint á
13. öld, en Orlygur landnámsmaður
átti að hafa haft hana út með sér og
einnig plenarium eða írska guð-
spjallabók. Það verður að teljast lík-
legt, að Norðmenn hafi farið með
ófriði á hendur þessum frumbyggj-
um, drepið þá, rænt og þrælkað; af
þeim sökum hafi dýrgripir þeirra lent
í höndum heiðingja. A dögum Ara
hefur það ekki verið fagurt til frá-
sagna fyrir fróman klerk ungrar
kristni, að forfeður hans ágætir hafi
byrjað hér húskap með því að drepa
og ræna kristið fólk og það án nokk-
urs refsidóms af guðs hálfu. Ari seg-
ir: „Ingólfur hét maður norrænn, er
sannlega er sagt, að færi fyrstu það-
an (þ. e. úr Noregi) til Islands." Ari
sendir írska frumbyggja landsins
heim til föðurhúsanna til þess að
losna við þá úr sögunni og gefur þá
skýringu á háttalagi þeirra, að „þeir
vildu eigi vera hér við heiðna menn“.
Allir kannast við frásögn Landnámu
um þræla Hjörleifs og hefnd Ingólfs.
„Öll er sagan um Hj örleif og þrælana
hin ótrúlegasta, forneskjublandin og
með ævintýrablæ,“ segir Þorkell Jó-
hannesson í bókinni Örnefni í Vest-
mannaeyjum. Hann sýnir, að saga
þessi stenzt enga gagnrýni, t. d. eru
eyjarnar alls ekki kenndar við þræl-
ana, því að þeir voru írar, en ekki
Vestmenn. Vesimaður var norrænn
maður frá Bretlandseyjum, en ekki
Íri. Þótt þrælasagan sé varhugaverð,
þá er hún a. m. k. heimild um það, að
eitt hið fyrsta verk norrænna land-
nema hér á landi var að drepa írskt
fólk, og Norðmenn höfðu langa þjálf-
un í því starfi seint á 9. öld. Hvað
sem sögunni um þrælana líður, þá
hafa Írar sennilega búið í Vestmanna-
eyjum, þegar norrænir menn komu
þangað. Til þess benda örnefni eins
og Dufþaksskor ogKirkjubær. Kirkju-
bæjarnöfnin hér á landi eru a. m. k.
sum þannig til komin, að þar hafa
staðið írskar kirkjur í árdaga. Þann-
80