Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 90
Tímarit Máls og menningar inga, en margt annað fágæti hefur fundizt hér í upphafi landsbyggðar einkum á fjörum, þótt aldrei væru þeir fundir á bækur settir. Ekki kem- ur til mála, að írar hafi skilið eftir helztu gripi sína af fúsum vilja (Jón Jóhannesson: íslendinga saga, I. bls. 18—19), og fyrir þeirri staðreynd fellur sú fullyrðing Ara, að þeir hafi eingöngu farið héðan af landi brott, af því að þeir vildu ekki vera við heiðna menn. Hve mikið traust, sem við berum til Ara fróða, þá eru hér augljósar þversagnir í frásögn hans. Klerkurinn Ari Þorgilsson velur þau tíðindi ein í bók sína, sem hann vill að varðveitist um aðra hluti fram, en þegir um hitt. Hér voru írskir menn kristnir, þegar Norðmenn komu; það hefur verið of kunn saga til þess að fram hjá henni yrði gengið, og menn hafa e. t. v. þekkt einhverja gripi úr fórum þeirra. í Kjalnesinga sögu seg- ir m. a., að írsk járnklukka hafi hang- ið fyrir kirkjunni á Esjubergi seint á 13. öld, en Orlygur landnámsmaður átti að hafa haft hana út með sér og einnig plenarium eða írska guð- spjallabók. Það verður að teljast lík- legt, að Norðmenn hafi farið með ófriði á hendur þessum frumbyggj- um, drepið þá, rænt og þrælkað; af þeim sökum hafi dýrgripir þeirra lent í höndum heiðingja. A dögum Ara hefur það ekki verið fagurt til frá- sagna fyrir fróman klerk ungrar kristni, að forfeður hans ágætir hafi byrjað hér húskap með því að drepa og ræna kristið fólk og það án nokk- urs refsidóms af guðs hálfu. Ari seg- ir: „Ingólfur hét maður norrænn, er sannlega er sagt, að færi fyrstu það- an (þ. e. úr Noregi) til Islands." Ari sendir írska frumbyggja landsins heim til föðurhúsanna til þess að losna við þá úr sögunni og gefur þá skýringu á háttalagi þeirra, að „þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn“. Allir kannast við frásögn Landnámu um þræla Hjörleifs og hefnd Ingólfs. „Öll er sagan um Hj örleif og þrælana hin ótrúlegasta, forneskjublandin og með ævintýrablæ,“ segir Þorkell Jó- hannesson í bókinni Örnefni í Vest- mannaeyjum. Hann sýnir, að saga þessi stenzt enga gagnrýni, t. d. eru eyjarnar alls ekki kenndar við þræl- ana, því að þeir voru írar, en ekki Vestmenn. Vesimaður var norrænn maður frá Bretlandseyjum, en ekki Íri. Þótt þrælasagan sé varhugaverð, þá er hún a. m. k. heimild um það, að eitt hið fyrsta verk norrænna land- nema hér á landi var að drepa írskt fólk, og Norðmenn höfðu langa þjálf- un í því starfi seint á 9. öld. Hvað sem sögunni um þrælana líður, þá hafa Írar sennilega búið í Vestmanna- eyjum, þegar norrænir menn komu þangað. Til þess benda örnefni eins og Dufþaksskor ogKirkjubær. Kirkju- bæjarnöfnin hér á landi eru a. m. k. sum þannig til komin, að þar hafa staðið írskar kirkjur í árdaga. Þann- 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.