Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 88
Tímarit Máls og menningar
Noregi og Bretlandseyjum var ekki
hafin. Óttari hlýtur að hafa verið
kunnugt um landið, en hann þekkir
ekki hið kaldranalega nafn þess, og
Elfráður virðist dálítið ruglaður í
ríminu og tekst ekki að tengja frá-
sagnir Óttars við aðrar heimildir,
sem hann hafði um lönd í Norður-
höfum. Það voru ekki einungis nor-
rænir menn, sem sóttu hann heim,
heldur einnig Irar.
Arið 891 að tali annála „komu
þrír írar til Elfráðs konungs á ára-
lausum báti frá írlandi, en þaðan
höfðu þeir horfið af þeim sökum, að
þá fýsti af ást við guð að fara píla-
grímsferð og létu sig engu skipta,
hvert þá hæri. Báturinn, sem þeir
sigldu á haf út, var gerður úr tveim-
ur og hálfri húð, og höfðu þeir tekið
með sér nesti til viku, og eftir viku
bar þá að Kornbretalandi og fóru
brátt að finna Elfráð konung. Þeir
hétu svo: Dubhslaine og Macbeat-
hadh og Maelinmhain.“
í landafræði sinni segir Elfráður
um ísland: „í vestnorður af Iberniu
(þ. e. Skotlandi, það er að segja ír-
landi) er hið yzta land, sem menn
nefna Thila, og það er fáum mönn-
um kunnugt sökum órafjarlægðar
þangað.1 Þessi þekking er Elfráði ef-
laust runnin frá írum, hvort sem
miðlendurnir hafa verið guðsmenn-
1 Be westannorðan Ibernia is þæt ýte-
meste land þæt mau hæt Thíla, and hit is
feáwum mannum cúð for ðære oferfyrre."
irnir þrír, sem heimsóttu hann 891
eða einhverjir aðrir. íraland nefnir
hann ekki á öðrum stað í ritinu. Það
land, sem við köllum Irland, hét þá
Hibernía og jafnvel Skotland. Elfráð-
ur segir, að Igbernia, sem vér köllum
Skotland,2 liggi vestur af Bretlandi.
Nafnið írland sem heiti á eyjunni
grænu kemur að vísu fyrst fyrir í
engilsaxneskum annálum árið 891
og síðar, en Elfráður notar ekki það
nafn. Elfráði var svo vel kunn lega
írlands, að hann hefur aldrei farið
að flytja það langt norður fyrir
skozku eyjarnar. Auk þess er konung-
ur að vitna til landalýsingar Óttars,
en hann sagði konungi, að vestur af
Noregi lægi íraland, þá eyjarnar,sem
liggi milli íralands og Bretlands og
loks Bretland. Hér getur um tvö lönd
og eyjar á milli þeirra.3 Á dögum
2 Igbernia þæt we Scotland iiútað LAl-
fred’s Orosius, bls. 1].
3 Ilermann Pálsson hefur skrifað mér
svolátandi athugasemdir við þennan stað
hjá Elfráði: „1) Elfráður konungur vissi
eitthvað um Island; 2) Sú þekking mun
að öllum líkindum vera runnin frá frum
fremur en norrænum mönnum; 3) Elfráður
mun rita áður en landflutningar Herúla
hófust að marki. Því var ekki svo fráleitt
að hann kallaði landið íraland, þótt hins
vegar hefði hann gjarnan mátt nota sama
heitið á báðum stöðum; 4) Fræðslan um
Þýle er runnin frá fornum landfræðibók-
um og írum. Hins vegar hefur hann þekkt
frásagnir um íra á landi í norðurhöfum (þ.
e. íslandi), og hann hefur ekki tengt þetta
nægilega skýrt saman.“
78