Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 109
að koma á óvart, þótt mönnum geti látið sér til hugar koma, að Ingimundur prestur hafi fengizt við fræðistörf. Honum er lýst sem miklum bókamanni, og auk þess var Ingimundur sagnaskáld á Reykhólum móð- urbróðir hans. Almenn rök fyrir kenningu Finnboga eru því allfýsileg, enda rekur hann mörg atriði í ævi Ingimundar máli sínu til stuðnings, en þó er á henni einn hængur, sem að sjálfsögðu kemur fram í ritgerð hans. Svo hagar til, að Guðný Þor- varðsdóttir var fyrst gift Þorgeiri Brands- syni á Stað í Skagafirði, en Þorgeir andað- ist árið 1186, og einhverntíma eftir það giftist hún svo Eiríki Hákonarsyni í Orkn- eyjum. Þorgeir andaðist á íslandi þrett- ánda ágúst sumarið 1186, en þá er Ingi- mundur úti í Noregi. Guðný hefur varla gifzt aftur mjög brátt eftir fráfall Þorgeirs, en hins vegar kom Ingimundur aldrei aftur til Islands. Ilann sigldi frá Noregi vorið 1189, en skip hans hrakti til Grænlands og þar lézt hann eftir skipbrot. Sé tilgáta Finn- boga rétt að Ingimundur sé höfundur sög- unnar og hafi orðið sérstaklega fyrir áhrif- um af mægðunum við Orkneyinga, þá hefði ekkja Þorgeirs helzt átt að giftast þegar árið 1187 og Ingimundur að ljúka sögunni ekki síðar en veturinn 1188 til 1189, og á þá enn eftir að skýra, hvemig sagan hefði átt að berast til íslands. Auk þess vitum vér nokkuð um athafnir Ingi- mundar prests á þessum misserum, en þær henda ekki til ritstarfa. Vorið 1188 fór hann í kaupferð vestur til Englands, og kom úr henni um haustið til Björgvinjar, þar sem hann dvelst til vors, er hann siglir í hinzta sinni til hafs. Þykir mér því vafa- samt, að trúnaður verði lagður á kenn- ingu Finnboga Guðmundssonar, þótt hann hafi rökstutt hann af miklum lærdómi og skarpskyggni. Hér skal ekki reynt að endursegja rit- gerð Finnboga, en þess verður þó getið, að Umsagnir um bœkur hann telur Ingimund hafa fengizt við ritun sögunnar fyrr en Guðný giftist Eiríki Há- konarsyni. Ef vér viljum trúa því, að Orkneyinga saga liafi verið rituð á vegum Oddaverja og sé þó í einhverju sambandi við mægðir Norðlendinga og Orkneyinga, þá er hægt að láta sér detta í hug ákveðið nafn, og er ekki úr vegi að ræða það nokkuð. Á síðara hluta tólftu aldar bjó Grímur Snorrason á Hofi á Höfðaströnd. Hann var maður vitur. Kona hans var náskyld Guð- nýju þeirri, sem síðar giftist Eiríki Hákon- arsyni í Orkneyjum. Húsfreyjan á Hofi hét Þómý Þorgeirsdóttir og var systir Ingi- mundar prests, sem Finnbogi telur höfund Orkneyinga sögu, og því föðursystir Guð- nýjar Þorgeirsdóttur frá Hvassafelli. Þau hjónin á Hofi áttu son þann, sem Snorri hét og var súbdjákn að mennt. Árið 1191 gerðist atburður sá, sem kom Snorra Gríms- syni í samband við Oddaverja. Svo bar til, að hann var þá sakaður um víg, og á þingi árið 1192 var hann sóttur til sektar. En góðir menn léðu honum liðsinni, og urðu málalok þau, að hann er gerður brottrækur úr Skagafirði, og þá flyzt hann suður að Odda á Rangárvöllum. Að öllum líkindum mun hann hafa dvalizt í Odda fram undir ævilok, en þau urðu þannig, að árið 1208 var hann staddur uppi á Kili, og þá var hann tekinn af lífi í hefndarskyni fyrir dauða Kolbeins Tumasonar, sem fallið hafði fyr- ir mönnum Guðmundar biskups Arasonar. En Snorri Grímsson var náfrændi biskups, og var það eina sök hans. Eins og áður er getið, var Snorri súb- djákn að vígslu, og hann er sagður hafa verið vitur maður og vinsæll. Því miður fræða heimildir oss ekkert um það, hvers vegna hann fer suður til Odda, né hvað hann hafði þar fyrir stafni. Þegar hér er komið sögu og Snorri Grímsson gerist 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.