Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og menningar
Sveinn var fyrir löngu orðinn upptrénaður á hlaupum út á eftir henni,
sem einungis gerði illt verra. Hún grét í augsýn glugga Sveini til sárrar niður-
lægingar. Hann leyfði henni að sitja undir klettinum og mylja ólundina úr
huganum, þangað til hún lúpaðist heim og hringaði sig undir fiðursænginni,
þá greip hann tækifærið, sem gafst meðan lund hennar var beygð, steig gæti-
lega yfir hörnin, sem sváfu skilningslausum svefni milli þeirra í rúmasam-
stæðunni (Katrín heimtaði að þau svæfu á milli þeirra eins og sverð), og
læsti sig utan um rústirnar. Næsta morgun bar Katrín ekki önnur merki en
þau, að hún var viðskotaill fram að hádegi, en með sætlega snúið glott á
vörunum það sem eftir var dagsins. Hún fyrirvarð sig fyrir að hafa verið
undanlátssöm við manninn sinn innan gæsalappa. Að öðru leyti féll allt í
sama far hjónabandsformúlunnar: Kynleiði plús vonzka plús þögn2 = brott-
för í reiðiham og vetrarkápu * 3 í mánuði.
Kvöld nokkurt, meðan Katrín hímdi í ólund hjá klettinum og reytti upp
sinu með fingrunum sér til afþreyingar, úrkula vonar um að Sveinn klæddi
sig upp úr rúminu og leitaði hennar, og hún var komin á fremsta hlunn með
að lufsast heim í fiðursængina, þá lenti ókennilegur hlutur, sívalur í lögun,
fimlega á moldarbarði framan við klettinn. Þetta var um vetur, á himninum
skein tungl, þess vegna valdi hún klettinn af tvennu illu, enda var sem eitur í
hennar beinum að dvelja lengi nálægt varplausum hænum í tunglskini. „Frost-
ið gerði það að verkum að mér virtist hluturinn vera hrímgaður að utan. Var
það vegna speglunar í eigin skuggsjá hugans, að ég bæði hrædd, feimin og
snortin í kviku míns innra lífs, sem aldrei var annað en líf innan gæsalappa,
virti þennan mikla sívalning fyrir mér,“ segir hún í bók sinni, „og grunaði
hann um að vera mitt eigið hugarfóstur? Frá klettinum að sjá svipaði sívaln-
ingnum til blýants með rauðu strokleðri í endanum. Ég gat ekki betur merkt.
Og geðheilsu minni var ekkert ábótavant þá stundina, enda aldrei trúgjörn
verið á yfirnáttúrlega hluti, því síður andatrú. Það kom líka í ljós, að hér
var um raunskynjun að ræða. Og þegar sá hluti geimblýantsins lyftist frá
meginhylkinu valt fram kúla áþekk ígulkeri. Hún var alsett göddum, sem
fálmarar skutust fram úr. Þeir bentu mér að koma nær. Auðvitað gat ég tæp-
lega verið þekkt fyrir annað en þiggja boð ókunnugu kúlunnar, maður fór
ekki svo margt, því aldrei vildi Sveinn fara út með mér á skemmtanir. Ég var
því heilluð af töfrandi framkomu kúlunnar, hún var eitthvað svo frönsk í sér
og stimamjúk. En tæplega var ég stigin í hylkið, þegar það laukst aftur og
sveif út í himingeiminn með ofsahraða og níutíu gráðu halla, svo mér skrik-
aði fótur og bókstaflega féll fyrir kúlunni.“
38