Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 48
Tímarit Máls og menningar Sveinn var fyrir löngu orðinn upptrénaður á hlaupum út á eftir henni, sem einungis gerði illt verra. Hún grét í augsýn glugga Sveini til sárrar niður- lægingar. Hann leyfði henni að sitja undir klettinum og mylja ólundina úr huganum, þangað til hún lúpaðist heim og hringaði sig undir fiðursænginni, þá greip hann tækifærið, sem gafst meðan lund hennar var beygð, steig gæti- lega yfir hörnin, sem sváfu skilningslausum svefni milli þeirra í rúmasam- stæðunni (Katrín heimtaði að þau svæfu á milli þeirra eins og sverð), og læsti sig utan um rústirnar. Næsta morgun bar Katrín ekki önnur merki en þau, að hún var viðskotaill fram að hádegi, en með sætlega snúið glott á vörunum það sem eftir var dagsins. Hún fyrirvarð sig fyrir að hafa verið undanlátssöm við manninn sinn innan gæsalappa. Að öðru leyti féll allt í sama far hjónabandsformúlunnar: Kynleiði plús vonzka plús þögn2 = brott- för í reiðiham og vetrarkápu * 3 í mánuði. Kvöld nokkurt, meðan Katrín hímdi í ólund hjá klettinum og reytti upp sinu með fingrunum sér til afþreyingar, úrkula vonar um að Sveinn klæddi sig upp úr rúminu og leitaði hennar, og hún var komin á fremsta hlunn með að lufsast heim í fiðursængina, þá lenti ókennilegur hlutur, sívalur í lögun, fimlega á moldarbarði framan við klettinn. Þetta var um vetur, á himninum skein tungl, þess vegna valdi hún klettinn af tvennu illu, enda var sem eitur í hennar beinum að dvelja lengi nálægt varplausum hænum í tunglskini. „Frost- ið gerði það að verkum að mér virtist hluturinn vera hrímgaður að utan. Var það vegna speglunar í eigin skuggsjá hugans, að ég bæði hrædd, feimin og snortin í kviku míns innra lífs, sem aldrei var annað en líf innan gæsalappa, virti þennan mikla sívalning fyrir mér,“ segir hún í bók sinni, „og grunaði hann um að vera mitt eigið hugarfóstur? Frá klettinum að sjá svipaði sívaln- ingnum til blýants með rauðu strokleðri í endanum. Ég gat ekki betur merkt. Og geðheilsu minni var ekkert ábótavant þá stundina, enda aldrei trúgjörn verið á yfirnáttúrlega hluti, því síður andatrú. Það kom líka í ljós, að hér var um raunskynjun að ræða. Og þegar sá hluti geimblýantsins lyftist frá meginhylkinu valt fram kúla áþekk ígulkeri. Hún var alsett göddum, sem fálmarar skutust fram úr. Þeir bentu mér að koma nær. Auðvitað gat ég tæp- lega verið þekkt fyrir annað en þiggja boð ókunnugu kúlunnar, maður fór ekki svo margt, því aldrei vildi Sveinn fara út með mér á skemmtanir. Ég var því heilluð af töfrandi framkomu kúlunnar, hún var eitthvað svo frönsk í sér og stimamjúk. En tæplega var ég stigin í hylkið, þegar það laukst aftur og sveif út í himingeiminn með ofsahraða og níutíu gráðu halla, svo mér skrik- aði fótur og bókstaflega féll fyrir kúlunni.“ 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.