Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 37
„Undrið“ í spœnskri menningarbaráltu
finna líka fyrrverandi falangistar sem
flykkjast í þennan félagsskap og ung-
ir metorðasjúkir menn sem vænta sér
styrks til fjár og embætta hjá „presta-
samkundu hins heilaga kross“.
Tálvonir „hlutlausra“ menntamanna
Meðan á borgarastyrjöldinni stóð
greindust menntamenn í þrjár stefn-
ur: lýðveldissinnar, „þj óðernissinn-
ar“ og hlutlausir. Til hlutlausra töld-
ust margir fremstu menn spænskrar
menningar, Ortega y Gasset, Manuel
de Falla ofl. ofl. Sjálfbyrgingslega af-
stöðu þeirra, sem ungir menntamenn
í dag fordæma, má skýra út frá and-
legum vandamálum sem upp komu
við ósigra borgaralegra hyltinga á
18. og 19. öld. Þessar orsakir eiga
líka sinn þátt í því hve lífseigar í-
haldssamar hugsjónir eru á Spáni.
Ætli maður sér að kanna afstöðu
,.hlutlausra“ verður að hverfa aftur
til spænskrar endurreisnar (við lok
hernaðarleiðangurs Napóleons til
Spánar). Af ástæðum, sem ekki skal
hér gerð nánari grein fyrir, stóðu
menntamenn þeirra tíma gagnvart
andstæðum sem sköpuðust við frels-
isþrá þeirra annarsvegar og vangetu
þeirra til að koma á lýðveldi hins-
vegar. Þeir komu sér hjá því að tak-
ast á við þessi vandamál með því að
telj a sig hlutlausa, hafna yfir pólitísk-
ar og þj óðfélagslegar deilur, sinnandi
aðeins vísindalegum verkefnum og
listum. Frá stofnun félagsins „Frjáls-
ar menntastofnanir“ (1876—1939)
töldu margir af menntamönnum
Spánar sér það til ágætis að þeir
blönduðu sér hvorki í stjórnmál né
stéttabaráttu. Þessi skoðun ríkti, að
undanskildu stuttu tímabili, til 1931,
jafnvel meðal lýðræðissinnaðra
menntamanna. Hún var útbreidd fyr-
ir meðalgöngu jafnþýðingarmikillar
stofnunar og „Félags til aukningar
menntun“, og henni tilheyrðu marg-
ir helztu rithöfundar, skáld og leik-
húsmenn þeirrar tíðar. Stjómmálin
voru eftirlátin pólitískum forustu-
mönnum, hershöfðingjum, hiskup-
um og bankastjórum annarsvegar og
hinsvegar öreigum og þeirra foringj-
um. Byltingarsinnaðar bókmenntir
voru á þeim tímum (og líka á lýð-
veldistímabilinu) af hinum lærðu
gagnrýnendum dæmdar sem bók-
menntir á borð við eldhússreyfara,
sem aðeins skríllinn læsi. Jafnvel
borgarastyrj öldin megnaði ekki að
svipta þessari hlekkingu frá augum
margra menntamanna. Ortega, Mar-
anón, Salvador de Madariaga ofl.
héldu fast við hlutleysi sitt. Eina heið-
arlega undantekningin var Antonio
Machado, sem var þó einu sinni
dæmigerður fulltrúi þessarar skoð-
unar.
í lok borgarastyrjaldarinnar
reyndu menn eins og Ortega, Maraií-
ón ofl. innan ramma sinnar ópólitísku
sannfæringar, að leita samvinnu við
Frankósinna. Þeir féllu þó fljótt frá
27