Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 28
Tímarit Máls og menningar að koma aftur á því frelsi og lýðræði sem kæft var í blóði 1939. Menningarhreyfingin á Spáni vissi sig njóta stuðnings af baráttu verka- manna í borgum og sveitum fyrir bættum kjörum sinum. Kommúnista- flokkurinn hjápaði menntamönnun- um einnig með ráðum og dáð og sinni ómetanlegu byltingarreynslu. Þannig byrjaði það Spænska þjóðarsamvizkan hrökk við 1951 þegar verkamenn hófu verk- föll í Barcelona, í Baskahéröðunum, Guipúzcoa og í Madrid. Fyrir verka- menn og bændur, sem sviknir höfðu verið af lýðræðisöflum vesturlanda og beðið lægri hlut í borgarastyrjöld- inni og voru orðnir siðblindir af áróðri andkommúnista í kalda stríð- inu, skapaðist nýtt viðhorf og nýjar vonir vöknuðu. Spænskir auðjöfrar og stórbændur og allir fasistar, sem varla voru búnir að ná sér eftir skelf- inguna þegar nazistar biðu ósigur 1945, stóðu nú andspænis staðreynd, sem þeim stóð ógn af: spænska þjóð- in hafði ekki gefizt upp við að berj- ast fyrir frelsi sínu, þótt hún hefði verið slegin niður í borgarastyrjöld- inni og kúguð og auðmýkt á eftir af harðstjóm einræðisins. Þegar bál andspyrnunnar blossaði upp aftur hafði það að líkindum mest áhrif á menntamennina, einkum unga rithöfunda og stúdenta. Þeim varð ljóst að raunhæfir úrkostir voru fyrir hendi til að velta af sér oki því sem Frankóstjórnin hafði á þá lagt, og stofnun nýs lýðveldis á Spáni. Menntamannaæskan, tvítugt til þrí- tugt fóik, og umfram allt stúdentar, sem aldir höfðu verið upp undir valdastjörnu Frankós, stóðu allt í einu frammi fyrir þeirri staðreynd, að fólk, sem af opinberum embættis- mönnum var lýst sem „rauðri hjörð“ og „skríl“, var fólk sem var þess um- komið að standa uppi í hárinu á lög- reglu einræðisherrans. Verkföllin 1951 voru fyrir alla menntamenn, unga og gamla, vinstri- sinnaða og hægri, hið þráða kall- merki, örlagastundin sem táknaði söguleg tímamót fyrir spænsku þjóð- ina. Um allt landið risu framfara- sinnaðar menningaröldur, í kennslu- stofum háskólanna, í leikhúsunum og kvikmyndaklúbbum, í rithöfundafé- lögum. Menn lásu og ræddu verk Neruda, Alberti, Hernández og An- tonio Maehado. Það voru leitaðar uppi gamlar sovézkar kvikmyndir og lesið, hálfleynilega, upp úr leikriti García Lorca „Hús Bernördu Alba“. Þetta, sem í upphafi var menning- arleg andspyrna, breyttist skjótt í pólitíska andstöðu sem í sambandi við ýmsa atburði verkaði á þannig undirbúna hugi manna eins og olía á glóð. Árið 1954 skipulagði SEU, hið opinbera samband fasískra stú- dentafélaga, kröfugöngur, með sam- þykki ríkisvaldsins, til þess að heimta 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.