Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 28
Tímarit Máls og menningar
að koma aftur á því frelsi og lýðræði
sem kæft var í blóði 1939.
Menningarhreyfingin á Spáni vissi
sig njóta stuðnings af baráttu verka-
manna í borgum og sveitum fyrir
bættum kjörum sinum. Kommúnista-
flokkurinn hjápaði menntamönnun-
um einnig með ráðum og dáð og
sinni ómetanlegu byltingarreynslu.
Þannig byrjaði það
Spænska þjóðarsamvizkan hrökk
við 1951 þegar verkamenn hófu verk-
föll í Barcelona, í Baskahéröðunum,
Guipúzcoa og í Madrid. Fyrir verka-
menn og bændur, sem sviknir höfðu
verið af lýðræðisöflum vesturlanda
og beðið lægri hlut í borgarastyrjöld-
inni og voru orðnir siðblindir af
áróðri andkommúnista í kalda stríð-
inu, skapaðist nýtt viðhorf og nýjar
vonir vöknuðu. Spænskir auðjöfrar
og stórbændur og allir fasistar, sem
varla voru búnir að ná sér eftir skelf-
inguna þegar nazistar biðu ósigur
1945, stóðu nú andspænis staðreynd,
sem þeim stóð ógn af: spænska þjóð-
in hafði ekki gefizt upp við að berj-
ast fyrir frelsi sínu, þótt hún hefði
verið slegin niður í borgarastyrjöld-
inni og kúguð og auðmýkt á eftir af
harðstjóm einræðisins.
Þegar bál andspyrnunnar blossaði
upp aftur hafði það að líkindum mest
áhrif á menntamennina, einkum
unga rithöfunda og stúdenta. Þeim
varð ljóst að raunhæfir úrkostir voru
fyrir hendi til að velta af sér oki því
sem Frankóstjórnin hafði á þá lagt,
og stofnun nýs lýðveldis á Spáni.
Menntamannaæskan, tvítugt til þrí-
tugt fóik, og umfram allt stúdentar,
sem aldir höfðu verið upp undir
valdastjörnu Frankós, stóðu allt í
einu frammi fyrir þeirri staðreynd,
að fólk, sem af opinberum embættis-
mönnum var lýst sem „rauðri hjörð“
og „skríl“, var fólk sem var þess um-
komið að standa uppi í hárinu á lög-
reglu einræðisherrans.
Verkföllin 1951 voru fyrir alla
menntamenn, unga og gamla, vinstri-
sinnaða og hægri, hið þráða kall-
merki, örlagastundin sem táknaði
söguleg tímamót fyrir spænsku þjóð-
ina. Um allt landið risu framfara-
sinnaðar menningaröldur, í kennslu-
stofum háskólanna, í leikhúsunum og
kvikmyndaklúbbum, í rithöfundafé-
lögum. Menn lásu og ræddu verk
Neruda, Alberti, Hernández og An-
tonio Maehado. Það voru leitaðar
uppi gamlar sovézkar kvikmyndir og
lesið, hálfleynilega, upp úr leikriti
García Lorca „Hús Bernördu Alba“.
Þetta, sem í upphafi var menning-
arleg andspyrna, breyttist skjótt í
pólitíska andstöðu sem í sambandi
við ýmsa atburði verkaði á þannig
undirbúna hugi manna eins og olía
á glóð. Árið 1954 skipulagði SEU,
hið opinbera samband fasískra stú-
dentafélaga, kröfugöngur, með sam-
þykki ríkisvaldsins, til þess að heimta
18