Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar
rekast á rökræður um t. a. m. „borg-
aralega lýðræðisbyltingu eða öreiga-
byltingu“, greinar um Brecht og
Gramsci ofl. Á Spáni virðast í dag all-
ar leiðir hugsunar og listar liggja til
marxisma og byltingar.
Þetta þýðir að þeir byltingar og
lýðræðissinnuðu menntamenn, sem
biðu hernaðarlegan ósigur í borgara-
styrjöldinni, hafa nú unnið mikinn
sigur. Vitanlega hefur útbreiðsla lýð-
ræðis og sósíalskra hugsjóna í heim-
inum aukizt mikið, einkum eftir 1945.
Víst er að þessi útbreiðsla stuðlar æ
meir að viðgangi sósíalisma og and-
stöðu gegn auðvaldsskipulaginu. En
hinu má heldur ekki gleyma, að árið
1936 gripu þúsundir spænskra
menntamanna til vopna til þess að
verja þessar sömu hugsjónir gegn
Hitler, Mussolini og Frankó. Margir
þeirra létu lífið á vígvellinum, aðrir
voru skotnir síðar, settir í dýflissur
eða urðu að flýja land til að bjarga
lífinu: Garcia Lorca, Antonio Mac-
hado, Buero Vallejo, Miguel Hern-
ández og margir fleiri. Margir skoð-
anabræðra þeirra héldu líka kyrru
fyrir á Spáni eftir að borgarastyrj-
öldinni lauk. Fangelsin, skæruliðaaf-
tökurnar, hin ólöglega starfsemi, vitna
um hetjur sem við ekki enn vitum
neitt um og þá fyrst munu koma fram
í sviðsljósið þegar saga spænsku and-
spyrnuhreyfingarinnar verður rituð.
Saga lengstu, sársaukafyllstu og að-
dáunarverðustu andspyrnu í Evrópu
gegn fasisma. — Óviðkomandi, yfir-
borðslegur athugandi lítur þessa and-
spyrnu sömu augum og flugmaðurinn
frumskóginn, eins og samfellda
breiðu. En líkt og í frumskóginum
ólgar undir þessum dökka, rifhætta
hjúpi, sem Frankóisminn breiddi yf-
ir landið frá 1939—1950, baráttan
fyrir frelsi.
Vilji maður benda á áþreifanlega
hluti í menningarbaráttunni má
minnast fjölda tímarita, sem komu
því undri til leiðar, að gera úr leyni-
legum, bönnuðum bæklingum rit sem
komust fyrir almenningssjónir, „Espa-
dana“ í León, „Cuadernos de Poesia“
í Las Palmas de Mallorca, „Ariel“ í
Barcelona, og um visst tímaskeið
sluppu undan hrammi lögreglunnar.
Menn minnast einnig ólöglega ljóða-
safnsins „Pueblo cautiva“ og tíma-
ritsins „Demócrito“ ólöglegs mál-
gagns frj álsra menntamanna, sem var
fyrsti félagsskapur menntamanna
sem barðist gegn Frankó.
Sigurinn yfir fasistum Ítalíu og
Þýzkalands og útbreiðsla lýðræðis
og sósíalskra hugsjóna víðs vegar um
heiminn var ómetanlegur stuðningur
við baráttuna fyrir spænskri þjóð-
menningu. Frá Frakklandi og Eng-
landi komu bækur eftir Aragon, Elu-
ard, Sartre til Spánar, tímaritin „La
pensée“ og „Modern Quarterly“.
Frá latnesku Ameríku þýðing á Auð-
magninu og nýjar sovézkar bók-
menntir, ennfremur verk Hubermans,
24