Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 74
Tímarit Máls og menningar fyrsta verkið sem ég samdi og lélegast þeirra allra. Og hann þakkar og hneig- ir sig fallega. Næst leikur hann „Hugleiðingu“ og síðan „Æfingu“ — efni þessara tón- leika er sannarlega mikið að vöxtum. „Hugleiðingin" er nauðalík „Draumór- unum“, en hún er engu verri fyrir það. „Æfingin" þrautreynir á fingrafimi Bibis, sem raunar stendur hugkvæmni hans nokkuð að baki. En þá er komið að „Fantasíunni“. Hún er eftirlætisverk hans sjálfs. Hann leikur hana alltaf sitt með hverju móti, gefur sér lausan tauminn, og þegar honum tekst bezt upp leika í höndum hans óvæntar, nýjar hugmyndir og skreytingar. Þarna situr hann og leikur, örlítill og hvítgljáandi, fyrir framan stóran svartan flygilinn. Aleinn og útvalinn situr hann þarna uppi á sviðinu ofar mannf j öldanum, sem virðist renna saman í móðu — skýrt mótuð einstaklings- sál kjörin til þess að hrífa þessa einu sameiginlegu múgsál, sem er bæði sljó og viðbragðstreg ... Mjúkt svart hárið ásamt silkislaufunni hvítu er komið fram á enni, sterk- byggðir, þjálfaðir úlnliðirnir eru á ferð og flugi, og vöðvarnir í brúnum barnslegum kinnunum sj ást titra. Stundum bregður fyrir algleymi í hug hans, hann einangrast frá umheim- inum. Skrítin músaraugun, sem eru með þreytubaugum, beinast þá í átt frá áhorfendum að máluðum salarveggnum við hlið hans, horfa í gegnum hann, skima í órafjarska — það er hverful sýn, þrungin ólgandi lífi. En þá verður honum snögglega litið út undan sér fram í sal, og hann veit af sér frammi fyrir fólkinu á ný. Kvein og fagnaðaróp, hátt flug og mikið fall — „fantasían mín“, hugsar Bibi, gagntekinn af ástúð. „Nú skuluð þið hlusta, nú kemur að kaflanum, þar sem ég fer upp á cís!“ Og hann leikur taktana, þar sem skiptir um tón- tegund, og fer upp á cís. „Skyldi fólkið taka eftir því?“ „Æ, nei, auðvitað tekur það ekki eftir neinu!“ Þess í stað reynir hann að gera fólkinu eitthvað til augnagamans, — hann lítur upp í salarloftið, ósköp fallegur á svip. Fólkið situr í löngum röðum og horfir á undrabarnið. Og þetta hversdags- fólk er svo sem einnig að brjóta heilann um sitt af hverju. Hvítskeggjaður öldungur sem er með innsiglishring á vísifingri og hnúðóttan kepp -— kýli mætti líka kalla það — á skallanum, hugsar með sér: „Ég ætti nú eiginlega að skammast mín. Ég komst aldrei lengra á listabrautinni en að leika „Allt í grænum sjó“, og hér sit ég, hærugrár karlfauskurinn, og hlusta á þennan kettling fremja hreinustu töfrabrögð. En þess ber að minnast, að slíku er 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.