Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 59
Helreið nora: Heldurðu hún sjái ekki ég var að gráta? cathleen: Snúðu þér frá dyrunum, svoleiðis að birtan falli ekki framan í þig- (Nora sezt hjá skorsleininum og snýr baki við dyrunum. Maurya gengur mjög hœgt inn, án þess að líta á stúlkurnar, og staulast að stólnum við eldinn. Hún heldur enn á rýjunni með brauðinu. Stúlkurnar horfa hvor á aðra, og Nora bendir á brauðið. Cathleen spinnur enn andartak). cathleen: Þú hefur ekki fengið honum brauðið sitt? (Maurya tekur að gefa frá sér lágvœr harmahljóð, án þess að líta við þeim). cathleen: Sástu hann ekki ríða ofan hjá? (Maurya heldur áfram harmarauli sínu). cathleen (dálítið óþolinmóð): Guð fyrirgefi þér; væri þér ekki nær að hækka röddina og segja hvað þú sást, í staðinn fyrir að kveina yfir því sem orðið er? Ég er að spyrja þig, hvort þú hafir ekki séð Bartley? maurya (veikri röddu): Hjarta mitt er brostið frá þessum degi. cathleen (sem áður): Sástu Bartley? MAURYA: Ég sá þá skelfilegustu sýn. cathleen (fer frá rokknum og horfir út): Guð fyrirgefi þér; hann ríður hryssunni núna yfir græna höfðann, og gráa trippið á eftir honum. maurya (kippist við, svo sjalið fellur af fwfði hennar og úfnu, hvítu hárinu; hrœðslufullum rómi): Gráa trippið á eftir honum. cathleen (gengur að eldinum): Hvað gengur að þér, eiginlega? maurya (talar mjög hœgt): Ég sá skelfilegustu sýn sem nokkur maður hefur séð, síðan Bride Dara sá dauða manninn með barnið í fangi sínu. CATHLEEN Og NORA: Úff! (Þœr krjúpa á kné frammi fyrir gömlu konunni við eldinn). nora: Segðu okkur, hvað þú sást. maurya: Ég fór niður að brunninum, og ég stóð þar og baðst fyrir í lágum hljóðum. Þá bar Bartley þar að, og hann reið rauðu hryssunni, og gráa trippið á eftir honum. (Hún lyftir höndunum eins og til að skyggja fyrir augu sín): Jesús Kristur líkni okkur, Nora! cathleen: Hvað var það sem þú sást? maurya: Ég sá Michael í eigin persónu. CATHLEEN (mildilega): Það gerðir þú ekki, mamma. Þú sást ekki Michael, 4 tmm 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.