Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 89
Óttars höfðu landar hans stundað
hernaö á írlandi langan aldur og
stofnað þar ríkin Dyflinni, Hlimrek
og Veðrafjörð um 840. Óttar hefur
því hlotið að kunna góð skil á ír-
landi, legu þess og nafni, en það ligg-
ur hvergi gegnt strönd Noregs og
skiptir því í rauninni ekki máli í
þeirri landafræði, sem hann er að
rekja. Á fyrsta fjórðungi 9. aldar
stökkva norrænir víkingar Irum af
Færeyjum, svo að ólíklegt er, að þær
séu kenndar við þá eftir þann tíma.
Einnig eru Færeyjar eyjar en ekki
land; slíkur eyjaklasi ber aldrei heit-
ið ,land‘ að fornu. Hjaltland var vík-
ingabæli á dögum Óttars, svo að það
er mjög ótrúlegt, að Óttar kenni
Hjaltland við íra.
Öll skýrsla Óttars af Hálogalandi
er mjög traust og nákvæm; hann full-
yrðir ekkert, sem honum er ekki fylli-
lega kunnugt. Af ritum Elfráðs er
auðséð, að konungi og Óttari hefur
verið ókunnugt um nafnið ísland,
Snæland og Garöarshólm. Af Land-
námu sést, að ísland hefur upphaflega
hlotið ýmis nöfn, en nafnið ísland
hefur sigrað snemma. Ef Óttar hef-
ur komið til Elfráðs konungs um 880,
þá er það rétt um það leyti, sem Ing-
ólfur er að setjast að á íslandi, en
fólksflutningar hefjast ekki til lands-
ins fyrr en um 10 árum síðar. Fornar
og góðar heimildir greina, að kaup-
menn hafði hrakið til íslands fyrsta
norrænna manna, en Óttar var mjög
/ raland = ísland?
kunnugur í kaupstöðum. Engar sög-
ur fara af því, hvaða nafn hinir ó-
greindu kaupmenn völdu landinu. Ef
til vill hermdu þeir þaðan þau helzt
tíðindi, að þar byggju írskir menn.
í íslendingabók segir Ari fróði:
„Þá voru hér menn kristnir (þ. e.
þegar Norðmenn komu hingað fyrst),
þeir er Norðmenn kalla Papa, en þeir
fóru síðan á braut, af því að þeir
vildu eigi vera hér við heiðna menn,
og létu eftir hækur írskar og bjöllur
og bagla. Af því mátti skilja, að þeir
voru menn írskir.“ Þessi þverstæðu-
kennda frásögn er helzta heimildin
um það, að írar hafi búið hér á landi
í upphafi landnámsaldar, en Ari er
fáorður og bregÖur hér vana sínum
og greinir enga heimildarmenn, en
vitnar í þess stað til fornminja. Grip-
irnir, sem hann telur, að Papar hafi
skilið eftir, eru allir tengdir kristinni
trú, bagallinn er meira að segja tign-
armerki kirkjuhöfðingja, biskupa og
ábóta. Vera má, að í föruneyti Ing-
ólfs og annarra landnámsmanna hafi
verið sérfræðingar í bóka-, bjöllu-
og biskupsstafaránum og þeir hafi af
vísdómi sínum og þekkingu á faginu
greint, hvaðan gripirnir voru, en
aldrei hafa heiðingjar, sem engan
bókstaf kunnu, lagt rækt við varð-
veizlu slíkra gripa. írabjöllurnar
hafa eflaust sómt sér vel við horn á
geitum og nautum, baglarnir verið
góð smalaprik og bókfellið hefur mátt
nota til fata og jafnvel veggskreyt-
79