Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 96
Tímarit Máls og menningar
starf og sama vald. Þetta ber vott um
lítillæti hans, auk þess sem vakin er
ein fornasta hugmynd frumkirkjunn-
ar: að hver biskup er öðrum jafn. En
samt varð ég hryggur í skapi er ég
heyrði að biskuparnir skyldu vera
þrír. Hvers vegna bara þrír? Hvers
vegna ekki þrjátíu og níu? sagði ég
við sjálfan mig. Og því segi ég svo
allir megi orð mín heyra: 1) Yfir ís-
lenzku þjóðkirkjunni skulu vera 39
biskupar. 2) Allir skulu biskupar
þessir sitja í Skálholti.
Nú munu sjálfsagt margir spyrja:
Hvers vegna 39 biskupa?
Svar: í umræðum manna um end-
urreisn Skálholts hefur réttilega verið
hent á það að treysta beri tengslin
við fortíðina og varðveita fornan
menningararf. A söguöld voru á ís-
landi 39 goðorð full og forn og má
ekki minna vera en á Viðreisnaröld
verði biskupar vorir jafnir þeim að
tölu. í annan stað er það grunur
minn, að það lén, sem Hannes Jóns-
son félagsfræðingur veitti þjóðkirkj-
unni í vetur, sé svo mikið og mæði-
samt, að færri biskupar fái ekki und-
ir risið.
Og enn munu margir spyrja: Hvers
vegna eiga hinir 39 biskupar að sitja
allir í Skálholti?
Svar: Vegna þess, að ef svo heldur
áfram Viðreisnarblóma lands vors
sem hingað til, mun landauðn verða í
öllum fjórðungum nema Sunnlend-
ingafjórðungi. Er þá ljóst af land-
fræðilegum ástæðum, að Skálholt
liggur svo miðsvæðis í byggðum, að
enginn staður er ákjósanlegri til
gæzlu á léni þjóðkirkjunnar — hjú-
skapar- og kynferðismálum íslend-
inga.
Loks vil ég taka það fram, þótt
kannski sé óþarfi, að ekki kemur til
mála að hinir 39 biskupar vorir skuli
búa í einhverju sambýlishúsi á Skál-
holtsstað. Slíkt væri gagnstætt öllum
erfðum heimskirkjunnar. Að sjálf-
sögðu skal reisa biskupsgarð yfir
hvern biskup.
86