Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 84
Tímarit Máls og menningar handalögmál útbreidd og blóð rann eftir slóð hér og hvar. Algengust að- ferð sýnist hafa verið sú að Rauðir varðliðar, áhlaupasveitir hreyfingar- innar, settust að yfirmönnum í flokkskerfi og framleiðslu með gagnrýni, tilvitnunum í Maó og blátt áfram mögnuðum skömmum og gat þessi leik- ur staðið kannski sólarhringum saman. Margir voru settir af, aðrir játuðu sínar villur og tóku sjálfa sig til bæna — frá slíkum mönnum segir m. a. í bók Jans Myrdals. Hér og þar er á það minnst að Rauðir varðliðar hafi ratað út í öfgar og ógöngur, að orðið hafi að skera niður vissar af hinum róttækusm kröfum — en það mundi hægara sagt en gert að fá sæmilegt yfirlit yfir þessar „öfgar“ sem virðast hafa verið feimnismál í Kína lengst af síðan. I bókum hinna erlendu gesta er gefin mjög jákvæð mynd af niðurstöð- um þessarar þróunar. Hver viðmælandi á fætur öðrum segir sem svo: Yfir- mennirnir eru betri en áður, vinna með okkur hinum, ákvarðanir um vinnu og verkaskiptingu eru teknar á sameiginlegum fundum þar sem á víxl er vitnað í Maó og talað um áburð og sáningu. Verkstjórnendur setja sig ekki lengur á háan hest, umgangast okkur hin í anda jafnréttis og við getum sett þá af ef okkur líkar ekki þeirra framganga. Og stjórnendurnir taka undir og segjast vera miklu betri menn en áður og heilbrigðari í hugsunarhætti. A það er lögð mikil áhersla að mat á vinnu hefur breyst. Breytingin er fyrst og fremst fólgin í því að ekki er lengur reynt að mæla upp afköst hvers og eins til launa, horfið er frá ákvæðisvinnu að mestu. Akvæðis- vinnan er talin stuðla að óréttlæti, mat á henni komi að ofan og sé háð duttlungum yfirmanna sem gátu í leiðinni ráðskast með fólk með því að úthluta einum hagstæðu verkefni, öðrum óhagstæðu. Auk þess fylgdi þess- um afkastamælingum mikil skriffinnska. Nú er greitt fyrst og fremst eftir fjölda unninna vinnudaga. Ekki eru þó allir vinnudagar metnir jafnt. A árlegum fundi er ákveðið hve mörg stig séu í vinnudegi hvers og eins. Við ákvörðun um stigafjölda er þá einkum tekið tillit til þessa: Erfiðis, reynslu og pólitísks þroska viðkom- andi starfsmanns. A fundunum stendur hver og einn upp og segir hve mikils virði honum sjálfum þyki vinnudagur sinn, sjö eða níu eða tíu stiga til dæmis. Þetta sjálfsmat er svo rætt, fellt eða samþykkt. I Líu Ling eru vinnudagar karla metnir á 7—9 stig yfirleitt en kvenna á 6—7. Fundirnir ákveða einnig hvernig hvert stig skuli metið til peninga eða greiðslu í fríðu. 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.