Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 84
Tímarit Máls og menningar
handalögmál útbreidd og blóð rann eftir slóð hér og hvar. Algengust að-
ferð sýnist hafa verið sú að Rauðir varðliðar, áhlaupasveitir hreyfingar-
innar, settust að yfirmönnum í flokkskerfi og framleiðslu með gagnrýni,
tilvitnunum í Maó og blátt áfram mögnuðum skömmum og gat þessi leik-
ur staðið kannski sólarhringum saman. Margir voru settir af, aðrir játuðu
sínar villur og tóku sjálfa sig til bæna — frá slíkum mönnum segir m. a.
í bók Jans Myrdals. Hér og þar er á það minnst að Rauðir varðliðar hafi
ratað út í öfgar og ógöngur, að orðið hafi að skera niður vissar af hinum
róttækusm kröfum — en það mundi hægara sagt en gert að fá sæmilegt
yfirlit yfir þessar „öfgar“ sem virðast hafa verið feimnismál í Kína lengst
af síðan.
I bókum hinna erlendu gesta er gefin mjög jákvæð mynd af niðurstöð-
um þessarar þróunar. Hver viðmælandi á fætur öðrum segir sem svo: Yfir-
mennirnir eru betri en áður, vinna með okkur hinum, ákvarðanir um vinnu
og verkaskiptingu eru teknar á sameiginlegum fundum þar sem á víxl er
vitnað í Maó og talað um áburð og sáningu. Verkstjórnendur setja sig
ekki lengur á háan hest, umgangast okkur hin í anda jafnréttis og við
getum sett þá af ef okkur líkar ekki þeirra framganga. Og stjórnendurnir
taka undir og segjast vera miklu betri menn en áður og heilbrigðari í
hugsunarhætti.
A það er lögð mikil áhersla að mat á vinnu hefur breyst. Breytingin er
fyrst og fremst fólgin í því að ekki er lengur reynt að mæla upp afköst
hvers og eins til launa, horfið er frá ákvæðisvinnu að mestu. Akvæðis-
vinnan er talin stuðla að óréttlæti, mat á henni komi að ofan og sé háð
duttlungum yfirmanna sem gátu í leiðinni ráðskast með fólk með því að
úthluta einum hagstæðu verkefni, öðrum óhagstæðu. Auk þess fylgdi þess-
um afkastamælingum mikil skriffinnska.
Nú er greitt fyrst og fremst eftir fjölda unninna vinnudaga. Ekki eru
þó allir vinnudagar metnir jafnt. A árlegum fundi er ákveðið hve mörg
stig séu í vinnudegi hvers og eins. Við ákvörðun um stigafjölda er þá
einkum tekið tillit til þessa: Erfiðis, reynslu og pólitísks þroska viðkom-
andi starfsmanns. A fundunum stendur hver og einn upp og segir hve
mikils virði honum sjálfum þyki vinnudagur sinn, sjö eða níu eða tíu stiga
til dæmis. Þetta sjálfsmat er svo rætt, fellt eða samþykkt. I Líu Ling eru
vinnudagar karla metnir á 7—9 stig yfirleitt en kvenna á 6—7. Fundirnir
ákveða einnig hvernig hvert stig skuli metið til peninga eða greiðslu í
fríðu.
70