Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 12
Tímarit Máls og menningar sem nýja kvennahreyfingin stóð fyrir útgáfu þess. Verk Weiningers er meira en lítið skrýtin lesning núna, og því meiri furðu sætir hversu gífurleg áhrif það hafði á sínum tíma á marga og ólíka lista- og mennta- menn, allt frá August Strindberg til Ludwig Wittgenstein (og þeir voru líka til sem lásu verkið eftir fyrri heimsstyrjöld, þar á meðal Halldór Laxness sem fékk það lánað hjá Emil Thoroddsen þegar hann heimsótti Emil í Dresden haustið 1921, og segir af því í Grikklandsárinu). Ahrif verksins má ekki bara rekja til djarflegra yfirlýsinga höfundar um „stöðu konunnar", þau eiga líka rætur að rekja til þess að það birtir óvenjuskýrt í öfgum sínum mannssýn þess módernisma sem var að verða til um aldamótin, og þar með líka ógöngurnar sem fylgismenn hans gátu ratað í. Margt í þessu verki kallast á við stefnur í okkar samtíma, vekur upp spurninguna um hvert gagnrýni á skynsemis- og rökhyggju geti leitt. Samt er það líka nátengt staðnum þar sem það varð til: Vínarborg um aldamótin 1900. Þverstœbur Vínarborgar Fáir hafa betur lýst mannlífinu í Vínarborg á árunum fyrir fyrra stríð en rithöfundurinn Robert Musil í verki sínu Der Mann ohne Eigenschaften (Maður án eiginleika), og er sá kafli sem birtur er í þessu tímaritshefti í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar til vitnis um það. Hafi þetta mannlíf einkennst af einhverju öðru fremur voru það þverstæður. Ein var sú að þótt sótt sé að þessu samfélagi úr öllum áttum og ríkið sem Vínarborg átti að heita höfuðborg í sé að liðast í sundur, láta ráðamenn eins og þeir viti ekki af því og fátt virðist meira aðkallandi en að undirbúa 70 ára krýningarafmæli Franz Jósefs keisara árið 1918. Sá karl var reyndar einhver afturhaldssamasti þjóðhöfðingi álfunnar og hafði komist til valda eftir ósigur byltingarhreyfingarinnar 1848. Franz Jósef byggði upp skrif- stofuveldi sem tæpast átti sinn líka utan Rússlands, treysti vald sitt með sérlega íhaldssömum her, beitti ritskoðun óspart og mátti vart á milli sjá hvort hann hataðist meira við lýðræði eða allar þær tækninýjungar sem litu dagsins ljós um og upp úr aldamótum. Víst er að hann mátti ekki sjá síma, bíla, rafmagn né vatnssalerni, svo einhver dæmi séu tekin. En Franz Jósef drottnaði ekki yfir neinu hefðbundnu aðalsveldi. í Vínarborg urðu frjálslynd borgaraöfl ráðandi á sjöunda áratug 19. aldar, reyndar ekki af eigin rammleik heldur vegna þess að framsókn Bismarcks hafði veikt fyrri ráðastétt mjög. Þessir borgarar voru öðru fremur skyn- samir, siðmenntaðir og ríkir, en veldi þeirra stóð ekki mjög traustum fótum. 1873 varð alvarleg efnahagskreppa sem borgarbúar voru lengi að jafna sig eftir, velmegunin virtist standa á brauðfótum. Borgarastéttinni 274
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.