Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 16
Tímarit Máls og menningar ingarinnar. Sama djúp er staðfest milli almennrar kenningar og raunveru- legrar löggjafar í umræðu Weiningers um gyðinga og hlutverk þeirra, en þar gætir mjög and-semítískra viðhorfa (þótt Weininger hafi verið gyðing- ur sjálfur). Það er trú Weiningers að greining hans á frummyndum karls og konu eigi ekki bara við líffræðilega, heldur líka á sviði „skapgerðarfræða", sem honum þykja ólíkt merkilegri fræði en hin nýja empíríska sálfræði, sem hann kallar „handfanga- og skrúfjárnasálfræði", og gagnrýnir þar hefð- bundna borgaralega skynsemistrú einsog fleiri samtíðarmenn hans. Þegar Weininger er kominn svona langt fer smám saman að færast fjör í leikinn. Hann fullyrðir nú og leiðir að því rök, að vitund konunnar (W) sé allt öðru vísi upp byggð en vitund karlmannsins. Höfuðatriðið í því sambandi er að Weininger álítur að konan geti ekki haldið hugsunum og tilfinning- um aðskildum. Þess vegna skortir hana hæfileika karlmannsins að geta skapað form og reglu úr óreiðunni (og aftur geta fulltrúar nýju kvenna- hreyfingarinnar tekið undir með Weininger út frá öðru gildismati, lesið hann með öfugum formerkjum). Konuna skortir ennfremur hæfileikann til röklegrar hugsunar, hún getur ekki greint hlutina að, og þess vegna takmarkast minni hennar við líkamlega hluti, kynlíf og fæðingar. Hún gerir sér ekki nema mjög takmarkaða grein fyrir tímanum. „Viljinn til að öðlast verðmæti“ er aftur á móti æðsta prýði karlmannsins, og hann setur Weininger í stað „viljans til valdsins“ sem Nietzsche hafði skrifað um. Karlmaðurinn (M) hefur hæfileikann til að skapa form, gefa hlutunum einhverja mynd: „Maðurinn er formið, konan hráefnið“ segir Weininger. Og fullkomnasta mynd mannsins er snillingurinn: Snillingurinn birtir okkur eiginlega frummynd mannsins. Hann segir okkur hver maðurinn er: Hugvera, sem á sér allan heiminn að viðfangi, og slær því föstu um ókomna tíð.6 Hér tengist Weininger mörgum listamönnum aldamótamódernismans, og má nefna Strindberg sem dæmi. Höfnun ríkjandi hugmyndafræði, tækni- hyggju og skynsemistrú, fylgir bæði sálræn sjálfskönnun og mikilmennsku- brjálæði, eða í það minnsta einkar sterk fullkomnunarþrá. Og þeirri þrá fylgir um leið sterk einsemdartilfinning: „Maðurinn er algerlega einn í alheiminum, í eilífri, óhugnanlegri einsemd“ segir Weininger (sama stað, s. 210). Konuna skortir þessa einsemd, hún er alltaf hluti af heiminum, af því hún er ekki einstaklingur í sömu merkingu og karlinn, hún á sér ekkert eiginlegt sjálf: „engan persónuleika og ekkert frelsi, enga skapgerð og 278
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.