Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 16
Tímarit Máls og menningar
ingarinnar. Sama djúp er staðfest milli almennrar kenningar og raunveru-
legrar löggjafar í umræðu Weiningers um gyðinga og hlutverk þeirra, en
þar gætir mjög and-semítískra viðhorfa (þótt Weininger hafi verið gyðing-
ur sjálfur).
Það er trú Weiningers að greining hans á frummyndum karls og konu
eigi ekki bara við líffræðilega, heldur líka á sviði „skapgerðarfræða", sem
honum þykja ólíkt merkilegri fræði en hin nýja empíríska sálfræði, sem
hann kallar „handfanga- og skrúfjárnasálfræði", og gagnrýnir þar hefð-
bundna borgaralega skynsemistrú einsog fleiri samtíðarmenn hans. Þegar
Weininger er kominn svona langt fer smám saman að færast fjör í leikinn.
Hann fullyrðir nú og leiðir að því rök, að vitund konunnar (W) sé allt
öðru vísi upp byggð en vitund karlmannsins. Höfuðatriðið í því sambandi
er að Weininger álítur að konan geti ekki haldið hugsunum og tilfinning-
um aðskildum. Þess vegna skortir hana hæfileika karlmannsins að geta
skapað form og reglu úr óreiðunni (og aftur geta fulltrúar nýju kvenna-
hreyfingarinnar tekið undir með Weininger út frá öðru gildismati, lesið
hann með öfugum formerkjum).
Konuna skortir ennfremur hæfileikann til röklegrar hugsunar, hún
getur ekki greint hlutina að, og þess vegna takmarkast minni hennar við
líkamlega hluti, kynlíf og fæðingar. Hún gerir sér ekki nema mjög
takmarkaða grein fyrir tímanum. „Viljinn til að öðlast verðmæti“ er aftur
á móti æðsta prýði karlmannsins, og hann setur Weininger í stað „viljans
til valdsins“ sem Nietzsche hafði skrifað um. Karlmaðurinn (M) hefur
hæfileikann til að skapa form, gefa hlutunum einhverja mynd: „Maðurinn
er formið, konan hráefnið“ segir Weininger. Og fullkomnasta mynd
mannsins er snillingurinn:
Snillingurinn birtir okkur eiginlega frummynd mannsins. Hann segir okkur hver
maðurinn er: Hugvera, sem á sér allan heiminn að viðfangi, og slær því föstu um
ókomna tíð.6
Hér tengist Weininger mörgum listamönnum aldamótamódernismans, og
má nefna Strindberg sem dæmi. Höfnun ríkjandi hugmyndafræði, tækni-
hyggju og skynsemistrú, fylgir bæði sálræn sjálfskönnun og mikilmennsku-
brjálæði, eða í það minnsta einkar sterk fullkomnunarþrá. Og þeirri þrá
fylgir um leið sterk einsemdartilfinning: „Maðurinn er algerlega einn í
alheiminum, í eilífri, óhugnanlegri einsemd“ segir Weininger (sama stað, s.
210).
Konuna skortir þessa einsemd, hún er alltaf hluti af heiminum, af því
hún er ekki einstaklingur í sömu merkingu og karlinn, hún á sér ekkert
eiginlegt sjálf: „engan persónuleika og ekkert frelsi, enga skapgerð og
278