Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 17
Ottó Weininger og Vínarborg engan vilja“ (s.267). Konan er líkamleg og jarðnesk, en um leið algerlega siðlaus vera. Hin tvískipta kvenmynd margra aldamótahöfunda, sem sáu konuna annað hvort sem mellu eða guðsmóður, setur líka svip sinn á Weininger. Stefan Zweig hefur að vísu bent á að þessi kvenmynd átti sér vissar efnislegar forsendur hjá ungum mönnum þessa tíma. Kynlíf meðal fólks af jafnháum stigum var algerlega bannfært þar til eftir hjónaband, en ungir menn máttu ekki kvænast fyrr en þeir höfðu komið sæmilega undir sig fótunum. I þjóðfélagi sem vantreysti æskunni jafn rækilega og austur- ríska keisaradæmið þýddi það að langt fram eftir aldri þekktu yngri karlmenn aðallega tvær gerðir kvenna: Móður sína og svo mellurnar, sem margir þeirra leituðu útrásar hjá en óttuðust þó vegna kynsjúkdómanna. Kannski er hér ein af skýringum þess hversu lífseigur þessi tvískipti kvenskilningur hefur orðið í bókmenntum og myndlist þessa tíma. Weininger gefur reyndar ekki mikið fyrir raunverulega móðurást og hallast þá heldur að mellunum því þær sigla ekki undir fölsku flaggi. Hins vegar viðurkennir hann þá fegurð sem fólgin er í tilbeiðslu guðsmóðurinn- ar eða ástinni á Beatrice. Þetta er eins konar þróuð aðferð karlmannsins til að elska sjálfan sig, eða eins og hann segir í annarri bók sem út var gefin að honum látnum, Uber die letzten Dinge (Um hin hinstu rök): Karlmaðurinn færir sinn betri mann, allt það sem hann vill elska . . . yfir á konuna og með þessum aðskilnaði reynist honum auðveldara að vilja og þrá ímynd fegurðar, gsesku og sannleika.7 En þessari hugsun má allt eins snúa við og segja sem svo að Weininger færi allt það sem hann vill síst kannast við í eigin sálarlífi yfir á hugmynd sína um konuna (W). Víkjum nánar að þessu. Eftir því sem líður á bókina er eins og Weininger æsist meira og meira upp gegn konunni: „Konan á sér enga tilvist og engan kjarna, hún er ekki, hún er ekkert." (s.388). Niðurstaða hans verður að maðurinn geti þá aðeins frelsað sjálfan sig og konuna um leið með því að bæla kynhvötina algerlega. Það er einmitt sú hvöt sem gerir konuna að viðfangi mannsins, en samkvæmt þeim skilningi sem Weininger leggur í kantíska siðfræði er slíkt siðlaust, því þá er ekki litið á manneskjuna sem markmið í sjálfu sér, heldur einungis verkfæri til að öðlast eitthvað annað. Þótt fullkomin afneitun kynlífs þýði í raun að mannkynið deyi út harmar Weininger það ekki. Því markmiðið er að maðurinn verði algerlega fullkominn og þar með guðdómlegur, og jarð- nesk tilvist hans er honum bara fjötur um fót í þeirri viðleitni. Því er þetta rakið að kenningar Weiningers um konuna má allt eins skoða sem aðferð til að hugsa og fjalla um eitthvað annað en afstöðu 279
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.