Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 17
Ottó Weininger og Vínarborg
engan vilja“ (s.267). Konan er líkamleg og jarðnesk, en um leið algerlega
siðlaus vera. Hin tvískipta kvenmynd margra aldamótahöfunda, sem sáu
konuna annað hvort sem mellu eða guðsmóður, setur líka svip sinn á
Weininger. Stefan Zweig hefur að vísu bent á að þessi kvenmynd átti sér
vissar efnislegar forsendur hjá ungum mönnum þessa tíma. Kynlíf meðal
fólks af jafnháum stigum var algerlega bannfært þar til eftir hjónaband, en
ungir menn máttu ekki kvænast fyrr en þeir höfðu komið sæmilega undir
sig fótunum. I þjóðfélagi sem vantreysti æskunni jafn rækilega og austur-
ríska keisaradæmið þýddi það að langt fram eftir aldri þekktu yngri
karlmenn aðallega tvær gerðir kvenna: Móður sína og svo mellurnar, sem
margir þeirra leituðu útrásar hjá en óttuðust þó vegna kynsjúkdómanna.
Kannski er hér ein af skýringum þess hversu lífseigur þessi tvískipti
kvenskilningur hefur orðið í bókmenntum og myndlist þessa tíma.
Weininger gefur reyndar ekki mikið fyrir raunverulega móðurást og
hallast þá heldur að mellunum því þær sigla ekki undir fölsku flaggi. Hins
vegar viðurkennir hann þá fegurð sem fólgin er í tilbeiðslu guðsmóðurinn-
ar eða ástinni á Beatrice. Þetta er eins konar þróuð aðferð karlmannsins til
að elska sjálfan sig, eða eins og hann segir í annarri bók sem út var gefin að
honum látnum, Uber die letzten Dinge (Um hin hinstu rök):
Karlmaðurinn færir sinn betri mann, allt það sem hann vill elska . . . yfir á konuna og
með þessum aðskilnaði reynist honum auðveldara að vilja og þrá ímynd fegurðar,
gsesku og sannleika.7
En þessari hugsun má allt eins snúa við og segja sem svo að Weininger færi
allt það sem hann vill síst kannast við í eigin sálarlífi yfir á hugmynd sína
um konuna (W).
Víkjum nánar að þessu. Eftir því sem líður á bókina er eins og
Weininger æsist meira og meira upp gegn konunni: „Konan á sér enga
tilvist og engan kjarna, hún er ekki, hún er ekkert." (s.388). Niðurstaða
hans verður að maðurinn geti þá aðeins frelsað sjálfan sig og konuna um
leið með því að bæla kynhvötina algerlega. Það er einmitt sú hvöt sem
gerir konuna að viðfangi mannsins, en samkvæmt þeim skilningi sem
Weininger leggur í kantíska siðfræði er slíkt siðlaust, því þá er ekki litið á
manneskjuna sem markmið í sjálfu sér, heldur einungis verkfæri til að
öðlast eitthvað annað. Þótt fullkomin afneitun kynlífs þýði í raun að
mannkynið deyi út harmar Weininger það ekki. Því markmiðið er að
maðurinn verði algerlega fullkominn og þar með guðdómlegur, og jarð-
nesk tilvist hans er honum bara fjötur um fót í þeirri viðleitni.
Því er þetta rakið að kenningar Weiningers um konuna má allt eins
skoða sem aðferð til að hugsa og fjalla um eitthvað annað en afstöðu
279