Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 22
Tímarit Máls og menningar þessi orð létií í eyrum einsog það sem enn er öldungis ókannað og fjarlægt. Menn leyfðu sér munað; en ekkert í líkingu við öfgakennda fágun Frakka. Menn stunduðu íþróttir; en ekki með sama æðinu og Englendingar. Ogrynni fjár var veitt til hersins; en þó aldrei meira en svo að tryggt væri að ríkið yrði áfram næstveikast stórveldanna. Höfuðborgin var líka ögninni minni en allar aðrar stærstu borgir heims, en samt nokkru stærri en nægði tilað hún gæti kallast stórborg. Og um stjórnarhætti ríkis þessa mátti segja að þeir voru upplýstir og lítið áberandi, kostað var kapps að slæva varfærn- islega allt sem einhver broddur var í, enda var stjórnin í höndum fullkomnasta skrifræðis í Evrópu sem aðeins eitt varð fundið til foráttu: það leit svo á að snilligáfa og frumleg framtakssemi ein- staklinga, sem ekki voru til slíkra forréttinda bornir eða höfðu til þeirra umboð frá ríkinu, væri argasta framhleypni eða oflátungs- háttur. En hver ætli kærði sig um að láta einhvern Pétur eða Pál taka framfyrir hendurnar á sér! Og í Kákáníu mátti auk þess alltaf treysta því að það var snillingurinn sem var álitinn ódámur en ekki ódámurinn snillingur einsog verða vildi annarsstaðar. Já víst mætti tína til margt furðulegt um þessa horfnu Kákáníu! Hún var tilaðmynda keisara-konungleg en einnig keisara- og kon- ungleg; hver hlutur og hver maður bar þar annaðhvort táknið k.k. eða k. og k., en mikil launvísindi þurfti þó tilað kunna á því full skil hvenær kalla skyldi menn og stofnanir k.k. og hvenær k. og k. Ríkið hét á prenti Austurrísk-Ungverska Einveldið en í munni manna Austurríki; með öðrum orðum nafni sem það hafði lagt niður með hátíðlegum eiðum en hélt þó eftir sem áður í öllum tilfinningamálum — til marks um að tilfinningar eru ekki síður mikilvægar en þjóðaréttur og að alvara lífsins rúmast ekki í reglu- gerðum. Stjórnarskrá ríkisins var frjálslynd en því var stjórnað einsog klerkaveldi. Því var stjórnað einsog klerkaveldi en fólk var frjálslynt í lifnaðarháttum. Allir borgarar voru jafnir gagnvart lögunum, en reyndar voru ekki allir borgarar. Þarna var þing sem notfærði sér frelsi sitt af slíku offorsi að það var sjaldnast látið starfa; en svo var líka til lagagrein um neyðarástand sem heimilaði að stjórna án þingræðis, og þegar allir voru farnir að una einveldinu harla vel brást ekki að krúnan fyrirskipaði að nú skyldi aftur taka upp þingræðisstjórn. Atburðarás af þessu tagi var daglegt brauð í 284
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.