Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 25
Dagný Kristjánsdóttir
Loftur á „hinu leiksviðinu“
Nokkrar athuganir á Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar
í Ijósi sálgreiningarinnar.
I.
„Hvað er það sem þjáir svona þunglega hann Loft?“ lætur Oddur
Björnsson Dísu syngja í Lofti eða Hornakóralnum. Og víst er, að ófáir
hafa velt því fyrir sér, hvað það sé sem „þjáir“ Galdra-Loft Jóhanns
Sigurjónssonar (1915).
I grein sinni „Loftur á leiksviðinu“ (Skírnir 1980) rekur Jón Viðar
Jónsson mismunandi túlkanir á Galdra-Lofti á sviði, frá Jens og Indriða
Waage til Arnars Jónssonar.1 Það er athyglisvert að sjá hversu ólíkar
túlkanir hinna ýmsu stórleikara hafa verið á persónu Lofts og hve túlkun
þeirra er bundin samtímanum hverju sinni.
Lárus Pálsson túlkaði Loft (1948) á tilfinningaríkan, heilsteyptan hátt.
Hans Loftur er í tilvistarkreppu, klofinn milli hins góða og hins illa í sál
sinni. Hið illa verður yfirsterkara í átökunum sem tortíma Lofti. Loftur
Lárusar Pálssonar ímyndar sér að hann sé nietzcheiskt ofurmenni, hafið
yfir siðferði fjöldans og Lárus tekur siðferðilega afstöðu gegn honum í
túlkun sinni. Hann undirstrikar grimmd Lofts, eigingirni hans og í síðari
hlutanum hið djöfullega í persónu hans. Jón Viðar bendir á að í stríðslok,
meðan Hitler var mönnum enn í fersku minni, hafi þessi túlkun verið
nærtæk. Fólk hafði litla samúð með ofurmennum sem vildu gera hvort
tveggja, öðlast völd og búa til ný siðferðismörk.2
Galdra-Loftur Gunnars Eyjólfssonar ímyndar sér ekki að hann sé
ofurmenni, hann er það. Kaldastríðskynslóðin hafði hins vegar jákvæðara
viðhorf til ofurmenna en sú á undan. Gunnar túlkaði Loft síðast 1967 og
lagði þá, sem fyrr, til grundvallar sama skilning og Lárus Pálsson, en
undirstrikaði hina „jákvæðu þætti“ Lofts, viljastyrk hans og gáfur. Hann
tók ekki afstöðu gegn persónunni eins og Lárus heldur lét áhorfendum
eftir að fordæma hana eða dást að henni.
287