Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 25
Dagný Kristjánsdóttir Loftur á „hinu leiksviðinu“ Nokkrar athuganir á Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar í Ijósi sálgreiningarinnar. I. „Hvað er það sem þjáir svona þunglega hann Loft?“ lætur Oddur Björnsson Dísu syngja í Lofti eða Hornakóralnum. Og víst er, að ófáir hafa velt því fyrir sér, hvað það sé sem „þjáir“ Galdra-Loft Jóhanns Sigurjónssonar (1915). I grein sinni „Loftur á leiksviðinu“ (Skírnir 1980) rekur Jón Viðar Jónsson mismunandi túlkanir á Galdra-Lofti á sviði, frá Jens og Indriða Waage til Arnars Jónssonar.1 Það er athyglisvert að sjá hversu ólíkar túlkanir hinna ýmsu stórleikara hafa verið á persónu Lofts og hve túlkun þeirra er bundin samtímanum hverju sinni. Lárus Pálsson túlkaði Loft (1948) á tilfinningaríkan, heilsteyptan hátt. Hans Loftur er í tilvistarkreppu, klofinn milli hins góða og hins illa í sál sinni. Hið illa verður yfirsterkara í átökunum sem tortíma Lofti. Loftur Lárusar Pálssonar ímyndar sér að hann sé nietzcheiskt ofurmenni, hafið yfir siðferði fjöldans og Lárus tekur siðferðilega afstöðu gegn honum í túlkun sinni. Hann undirstrikar grimmd Lofts, eigingirni hans og í síðari hlutanum hið djöfullega í persónu hans. Jón Viðar bendir á að í stríðslok, meðan Hitler var mönnum enn í fersku minni, hafi þessi túlkun verið nærtæk. Fólk hafði litla samúð með ofurmennum sem vildu gera hvort tveggja, öðlast völd og búa til ný siðferðismörk.2 Galdra-Loftur Gunnars Eyjólfssonar ímyndar sér ekki að hann sé ofurmenni, hann er það. Kaldastríðskynslóðin hafði hins vegar jákvæðara viðhorf til ofurmenna en sú á undan. Gunnar túlkaði Loft síðast 1967 og lagði þá, sem fyrr, til grundvallar sama skilning og Lárus Pálsson, en undirstrikaði hina „jákvæðu þætti“ Lofts, viljastyrk hans og gáfur. Hann tók ekki afstöðu gegn persónunni eins og Lárus heldur lét áhorfendum eftir að fordæma hana eða dást að henni. 287
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.