Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 28
Tímarit Máls og menningar Sagan opnar leikritið og hvaða tilgangi þjónar hún? Er leikritið um Loft saga af þessari sögu, „metasaga“? Það væri kaldhæðið í meira lagi. Eða er sögu betlarans ætlað að varpa íronísku ljósi á vandamál Lofts, tjá alþýð- lega fyrirlitningu á sálarflækjum millistéttanna (og sínum eigin)? Því skal ekki svarað hér, enda má vel skilja þennan íroníska forleik sem viðvörun til áheyrenda um það sem koma skal. Eins og fram er komið hafa menn líka túlkað Galdra-Loft margvíslega en eitt er sameiginlegt öllum þeim túlkunum sem ég hef séð, þ.e. að sam- band Lofts og Dísu biskupsdóttur er túlkað sem „einlægt“, fallegt og satt. Dísa er barnung, kannski 14-16 ára, og hún kemur inn í leikritið í fyrsta þætti sem kát og hress en svolítið yfirspennt unglingsstúlka. Loftur fellur fyrir henni umsvifalaust af því að sú Dísa sem hann sér er glöð og heillandi. Hún er fullorðin en þó barn, hún er saklaus og laus við átök og vandamál. Hún er eins og Loftur vildi sjálfur vera. Sá Loftur sem Dísa sér og lýsir er gáfaður og ljóðrænn, fjörkálfur með líflegt ímyndunarafl sem hrífur hana með sér — en um leið sonur föður síns og tilvonandi biskup á Hólum. Allt atriðið einkennist af gagnkvæmu ofmati ástfangins pars og er ákaflega narkissískt. Nú er narkissisminn, sjálfsástin, ekki veigalítill þáttur í tengslum for- eldra og barns; foreldrarnir elska og dást að eftirmynd sinni, barninu, og það speglar sig í ást foreldranna. Narkissisminn er þannig byggður inn í síðari ástarsambönd vegna þess að í síðari þrá eftir sambandi, tengslum við aðra manneskju, felst ævinlega þráin eftir að spegla sig og staðfesta í ást hennar. Ofmatið á þeim sem maður verður ástfanginn af er alltaf í tengslum við þá mynd sem maður þráir ómeðvitað að sjá af sjálfum sér. Og á meðan þessi narkissíski forleikur stendur yfir veit ástfangið fólk ekki mikið um það hvernig elskan þeirra er í raun og veru. Loftur horfir á Dísu og verður „innilegur en óstyrkur" í málrómnum, Dísa horfir á Loft „aðdáunaraugum" (37). Þau leika að þau séu börn - en þau eru ekki börn. Eintal Lofts á töfraábreiðunni er undurfallegt og ljóðrænt. Það er flutt til að hafa hagstæð áhrif á Dísu og allt myndmál þess um óskabrunninn hefur dýpri merkingu. Vatn er tákn kynferðisins, hér eins og annars staðar í verkinu. Hér er það hins vegar ekki tákn hinna óbeisluðu, eyðandi og tortímandi hvata eins og straumþungt, mórautt fljótið eða „brimrót, sem kemur utan af opnu hafi“. (67). Hér er vatnið tært og lygnt, það er vatnið í óskabrunnin- um. Steinarnir í brunninum eru: . . . lífssteinninn, rauður eins og blóð. Annar er hulinhjálms- steinninn, dökkblár, með gylltum rákum. Þar er lausnarsteinninn, dökklitaður; hann er eins og hjarta í laginu. (39). 290
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.