Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 32
Tímarit Máls og menningar meira gaman af leikfangi, ef hann veit, að öðrum leikur hugur á að eignast það? LOFTUR: Þú hlífir mér ekki. OLAFUR: Hví færir þú enga vörn fyrir þig? LOFTUR: Hvað viltu, að ég segi. (29-30) Loftur veit vel, að Olafur elskar Steinunni, hún er „öðrum ætluð“, en þrátt fyrir það — eða einmitt þess vegna, tekur hann upp ástarsamband við hana. Af ásökunum Ólafs, undanfærslum Lofts og augljósri sektarkennd, má gera því skóna að „ást“ Lofts á Steinunni hafi í upphafi verið „hermigirnd“ sem fær næringu sína frá ást Ólafs og ofmati hans á sinni heittelskuðu. „Eg hélt, að ég elskaði þig“ segir Loftur þegar Steinunn reynir að vísa til þess tíma þegar þau voru ástfangin. Hermigirndin er ást á því ónálganlega, ást á þeim sem manni er ekki ætlað að fá. Þetta mynstur á rætur sínar í fyrsta ástarþríhyrningnum sem barnið upplifir með sig í miðpunkti og foreldrana sitt hvoru megin.11 Ef ástarþríhyrningurinn Loftur-Steinunn-Olafur er túlkaður svona verður nærvera Olafs í öllum mestu átakaatriðum verksins skiljanleg, hann verður þá eitt helsta táknið um sektarkennd Lofts. Um leið verður það líka skiljanlegt hve stutt „flug“ þeirra Steinunnar verður og hve hátt og hratt fallið er til þeirrar niðurlægingar sem Loftur verður að beita, til að kveikja löngun sína til hennar. Og um leið verður það líka ljóst að frásögn hans í fyrsta atriðinu, baðsagan, er í besta falli gróf einföldun — sett fram til að kvelja Steinunni, vopn í átökum þeirra, átökum sem Loftur vill kannski ekki vinna. Af því að, þrátt fyrir allt, kemst Steinunn næst því að vera mótleikari hans. Steinunn er „stórlynd og þunglynd“ (52). Eftir því sem vonir hennar bresta, ein af annarri, vex reiði hennar og árásargirni. Hún er „byrst“ við Loft, „háðsleg" og það er afar stutt í þolinmæði hennar, jafnvel örlar á fyrirlitningu í tilsvörum hennar. En hún getur ekki fylgt þessum tilfinn- ingum eftir. Hún er kona og hún er af lágstétt. Hún trúir að þau Loftur eigi saman. Bæði dreymir þau um meira en þau munu fá, bæði eru kúguð, einangruð, full af sjálfsfyrirlitningu og óöryggi — en þau ná ekki saman. I harmi sínum segir Steinunn: Þegar valurinn heggur rjúpuna í hjartað, vælir hann, því að þá skilur hann, að rjúpan er systir hans . . . ÓLAFUR: Við hvað áttu? STEINUNN (stilltari): Maður og kona hljóta að geta unnið hvort öðru svo mikið mein, að þau skilji, að þau eru systkin. (62) I öllum samtölum Steinunnar og Lofts í leikritinu er þriðji maðurinn viðstaddur þó hann sé fjarstaddur en það er faðir Lofts. Steinunn vísar 294
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.