Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 34
Tímarit Máls og menningar
samræmi við þá mynd sem Loftur hefur af honum. Hug-myndir Lofts um
föðurinn og samspil hans við þann föður sem hann sér, er afar flókið. Það
kemur hvergi beint fram í textanum að Lofti þyki vænt um föðurinn. Það
kemur hins vegar fram að hann samsamar sig hvorki föðurnum né
framtíðaráætlunum hans:
STEINUNN (ráðþrota): Oll metorðagirnd föður þíns safnast um
þig, af því að þú ert einkabarnið hans. Eg kvíði því stundum, að hún
verði þér of þung byrði.
LOFTUR (stendur upp): Metnaður minn og föður míns eiga engar
leiðir saman. (21)
Þessu heldur Loftur hins vegar leyndu fyrir pabba sínum á sama hátt og
hann leynir hann öllu, smáu og stóru; frá bókinni sem hann fær frá blinda
betlaranum til sambands þeirra Steinunnar. Leyndin stafar af djúpstæðum
ótta við refsingu föðurins;
STEINUNM: . . . (Háðslega) Ertu hræddur við föður þinn?
LOFTUR (óþolinmóður): Þolinmæði mín er ekki takmarkalaus. Þú
veist jafn vel og ég, hvers vegna við höfum neyðst til þess að fara í
felur. Faðir minn myndi afneita mér, ef það kæmist upp um okkur.
Hann léti reka mig úr skóla. Og fengi ég aldrei framar að opna bók,
fyndist mér ég vera' blindur. (24)
Sá faðir sem Loftur lýsir hér er árásargjarn og ógnvekjandi, hann mun
afneita honum, svifta hann möguleikum á menntun, valdi, metnaði,
„blinda" hann — og nú skulum við færa okkur yfir á „hitt leiksviðið“.
Samkvæmt sálgreiningunni hefur allt sem tengist vitsmunalegum ávinn-
ingum og sköpun (bækur, skriftir, listsköpun yfirleitt) fallosmerkingu í
undirmeðvitund bæði karla og kvenna.12 Þegar Freud talar um „fallos“ er
átt við óhlutstætt fyrirbæri og Freud valdi hugtak úr grísku til að tákna og
undirstrika muninn á „fallos“ annars vegar og hinum hlutstæða líffræði-
lega lim karlmannsins hins vegar. Fallos-táknið er í undirmeðvitundinni
ekki aðeins getnaðarlimur, heldur heilt mynstur sem vísar til getu, virkni,
valds, þess „að hafa“.
Samkvæmt Freud kemst sveinbarnið í samkeppnisstöðu við föður sinn
um hylli móðurinnar einhvern tíma á aldrinum 2 1/2 árs til 5 ára. Það er
hið fræga (og umdeilda) Odipusstig. Samkeppni barnsins við föðurinn er
býsna ójafn leikur, yfirburðir föðurins og fallos hans gera ekki aðeins
ómeðvitaða þrá barnsins vonlausa heldur líka hættulega, refsing föðurins
getur verið gelding (kastrasjon). Og ef við lítum aftur til þess sem Loftur
segir þá er blindunin sem hann óttast að faðirinn framkvæmi á sér eitt
þekktasta tákn bókmenntanna um geldingu, sbr. goðsögnina um Ödipus.
Hin ómeðvitaða ógnun og ótti við geldingu verður til að fullkomna
296